A-Húnavatnssýsla

Það sem skiptir máli

Ég ætla að fara hér yfir nokkur mál sem ég legg áherslu á og finnst virkilega skipta máli svo sveitarfélagið geti haldið áfram að vaxa og verði samkeppnishæft við önnur sveitarfélög um búsetu fólks og framþróun.
Meira

Allt að verða uppselt á leikinn í Síkinu á sunnudag

Það er ýmislegt sem dregur að sér athyglina þessa helgina; sveitarstjórnarkosningar og Eurovision á laugardagskvöldið en hér á Norðurlandi vestra virðast nú flestir hafa hvað mestan áhuga á ævintýri Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta og það þarf talsvert djúsi málefni til að skófla körfunni út af kaffistofuborðinu. Mbl.is greinir frá því að miðar á fjórða leikinn í einvígi Vals og Tindastóls, sem fram fer nú á sunnudagskvöldið, fóru í sölu í morgun á miðasölukerfinu Stubbi sem hrundi undan álaginu. Það er því næsta víst að það verði engir auðir og ógildir í Síkinu á sunnudag.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á kjördag

Laugardaginn 14. maí 2022, kjördag, verður opið hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga sem hér segir:
Meira

Nýtt og betra samfélag

Nú styttist í kosningar sem haldnar verða laugardaginn 14. maí næstkomandi. Yfir kjósendur hvolfast stefnuskrár og loforð frambjóðenda um hvernig þeir vilji vinna að því að gera samfélagið okkar enn betra. Mikill samhljómur er í þeim loforðum og allir vilja leggja sitt að mörkum fyrir hið nýja sveitarfélag. En hvað einkennir góð samfélög? Hvernig má byggja upp samfélag sem hlúir að öllum þeim þáttum sem sem íbúar telja mikilvæga?
Meira

Við biðjum um þinn stuðning!

Næstkomandi laugardag ganga íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Sjálfstæðismenn og óháðir hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að stefnuskrá framboðsins. Við ætlum að láta íbúa sveitarfélagsins njóta góðs af rekstrarhagræðingu sameiningar og búa til fjölskylduvænt, framsýnt og metnaðarfullt samfélag meðal annars með lækkun leikskólagjalda. Með stuðningi samfélagsins ætlum við að byggja okkar starf á vinnu sameiningarnefndar þar sem grunnur var lagður af skipulagi nýs sveitarfélags. Við viljum efla innviðina í samfélaginu okkar enn frekar, samhliða því að ástunda ábyrga fjármálastjórn sem er forsenda framfara.
Meira

Heim í sýsluna fögru :: Áskorandapenni Þuríður Hermannsdóttir á Akri

Húnavatnssýslan hefur alltaf átt hug minn og hjarta. Þrátt fyrir að hafa frá barnsaldri gengið í skóla annars staðar er ég svo heppin að eiga yndislegar ömmur, afa og frænkur sem tóku sveitastelpuna inn við hvert tækifæri sem gafst. Eftir að hafa lokið námi í búvísindum á Hvanneyri ásamt dýralæknanámi í Slóvakíu gat ég svo loksins flutt alfarið heim að Akri og tekið fullan þátt í sauðfjárbúskapnum. Ég starfa nú sem dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Glæsibæ, með starfssvæði í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira

Starri Heiðmarsson ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi.
Meira

Lengri opnunartími utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Kosið verður til sveitarstjórna laugardaginn 14. maí 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 15. apríl sl. og lýkur kl. 17:00 á kjördag. Fimmtudaginn 12. maí nk. verður opið til kl. 19:00 á aðalskrifstofu sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og sýsluskrifstofu Suðurgötu 1, Sauðárkróki.
Meira

Lærdómssamfélag í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur-Húnavatnssýslu hafa í vetur unnið að þróunarverkefni um lærdómssamfélag undir handleiðslu Önnu Kristínar Sigurðardóttur prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn fengu tækifæri til að dýpka þekkingu sína á áhugasviðum þvert á skóla og skólastig.
Meira

Hugvarpið, hlaðvarpsþáttur um geðheilsu, fer í loftið á föstudag

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Hugrúnar geðfræðslufélags, Hugvarpið, verður sendur næstkomandi föstudag þann 13. maí. Félagið er rekið í sjálfboðaliðastarfi af háskólanemum og snýr öll starfsemi félagsins að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum um geðheilsu.
Meira