feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar
13.05.2022
kl. 08.21
Næstkomandi laugardag ganga íbúar Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Sjálfstæðismenn og óháðir hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að stefnuskrá framboðsins. Við ætlum að láta íbúa sveitarfélagsins njóta góðs af rekstrarhagræðingu sameiningar og búa til fjölskylduvænt, framsýnt og metnaðarfullt samfélag meðal annars með lækkun leikskólagjalda. Með stuðningi samfélagsins ætlum við að byggja okkar starf á vinnu sameiningarnefndar þar sem grunnur var lagður af skipulagi nýs sveitarfélags. Við viljum efla innviðina í samfélaginu okkar enn frekar, samhliða því að ástunda ábyrga fjármálastjórn sem er forsenda framfara.
Meira