A-Húnavatnssýsla

„Stærsta ógn heilbrigðiskerfisins í dreifbýli er mönnunarvandinn“

Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum okkar á Norðurlandi vestra undanfarin ár, líkt og víðast hvar í veröldinni eftir baráttu við heimsfaraldur kórónuveirunnar illvígu. Veiran hefur að líkindum ekki sagt sitt síðasta en svo virðist sem nú hafi tekist að temja hana að einhverju leyti. Í tilefni af því hafði Feykir samband við Örn Ragnarsson sem er framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) en undir hann falla m.a. lækningar, rannsóknarstofur, röntgen, sjúkraflutningar og sálfélagsleg þjónusta. Að hluta starfar Örn svo sem heimilislæknir á Sauðárkróki.
Meira

Bjartsýn á að september verði áfram mildur og góður :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Höfuðdagurinn 29. ágúst bar þó nokkuð á góma á fundi Veðurklúbbs Dalbæjar, sem að þessu sinni var haldinn 6. september sl., en hann mun hafa eitthvað að segja um veðurfar komandi vikna.
Meira

Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á.
Meira

Viktor Smári ánægður með lífið í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þessa dagana fer fram Hæfileikamótun N1 og KSÍ drengja í Miðgarði í Garðabæ en lokahnykkurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag. Drengirnir eru allir fæddir 2008 og eiga því að vera að spila með 4. flokki. Einn leikmaður úr liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks er í 60 manna úrtakinu en það er Króksarinn Viktor Smári Davíðsson. Feykir hafði samband við kappann og spurði hann aðeins út í Hæfileikamótunina og fótboltann.
Meira

Úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Opnað verður fyrir umsóknir í úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2023 mánudaginn 26. september nk. Í tilkynningu á vef SSNV segir að umsóknarfrestur sé til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóvember 2022. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs.
Meira

Pétur Jóhann óhæfur á Skagaströnd og Hvammstanga

Skagfirðingurinn grínaktugi, Pétur Jóhann Sigfússon, fer léttan rúnt á Norðurlandi vestra þessa dagana. Kappinn treður upp með uppistand sitt, Pétur Jóhann óhæfur, á Skagaströnd í kvöld og kvöldið eftir mætir hann jafnvel enn hressari á Hvammstanga.
Meira

Maríuerla er Fugl ársins 2022

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 manns um fugl ársins 2022.
Meira

Hilmar Þór markahæstur og bestur í liði Kormáks/Hvatar

Aðdáendasíða Kormáks (og sennilega Hvatar líka) bíður ekki boðanna og hefur nú þegar tilkynnt val aðdáenda Kormáks/Hvatar á leikmanni, efnilegasta leikmanni og stuðningsmanni ársins 2022, þrátt fyrir að enn eigi liðið eftir að spila einn leik í 3. deildinni. Leikmaður ársins er Hilmar Þór Kárason sem hefur verið duglegur að setj'ann í sumar.
Meira

Ríflega hálf milljón safnaðist í kringum knattspyrnuleik í Kópavogi

Kormákur/Hvöt sótti lið Augnabliks heim í Kópavog síðasta laugardag en liðin áttust við í 3. deildinni. Augnablik ákvað að standa fyrir söfnun í kringum leikinn en allur aðgangseyrir rann til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi en jafnframt var fólk sem ekki komst á leik liðanna hvatt til að leggja málstaðnum lið. Þegar upp var staðið safnaðist ríflega hálf milljón króna.
Meira

Hvert stefnir þjóðkirkjan? Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar

Það eru breytingar að verða í þjóðkirkjunni, sem ekki fara framhjá neinum, ekki heldur fyrrv. sveitpresti, komnum á eftirlaun, sem bregður í brún og finnst erfitt að átta sig á ýmsu, sem þar er að gerast. Stjórnsýslu kirkjunnar hefur verið skipt upp í tvö aðgreind svið, frá síðustu áramótum, sem kann að vera til bóta. Prestaköll sameinuð samkv. ákvörðunum kirkjuþings og biskupafundar
Meira