A-Húnavatnssýsla

Hæðir og lægðir í laxveiðinni

Endasprettur laxveiðimanna stendur nú yfir í helstu ám landsins en þær loka á næstu dögum. Þá skýrist hvernig til hefur tekist í laxveiðinni í sumar. Miðfjarðará lokar á morgun en hún er aflamest húnvetnsku laxveiðiánna með 1.474 laxa samkvæmt tölum frá 21. september síðastliðnum. Í umfjöllun Húnahornsins um laxveiðina kemur fram að í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.796 löxum þannig að það er ljóst að sú tala verður ekki toppuð í ár.
Meira

Borgari á launum :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er að minnsta kosti 15 stiga hiti úti og líklega besta veður sumarsins hingað til. Það er nú ekki fallegt að bölva góðu veðri en ég nefndi það við prentarann að þetta væri alveg glatað að sitja inni á skrifstofu og rembast við að klára blaðið þegar hægt væri að vera á borgaralaunum eins og Píratar hafa hafa gert að tillögu sinni og lagt fram þingsályktun á Alþingi og notið blíðunnar úti.
Meira

Bæði körfubolti og fótbolti á Króknum í kvöld

Fyrsti körfuboltaleikur tímabilsins á Króknum fer fram í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Breiðablik b í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja Stólastúlkur til sigurs. Þá spilar 2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks við Reykjanesúrvalið og hefst sá leikur stundarfjórðungi síðar.
Meira

Skaðaminnkandi frumvarp um afglæpavæðingu lagt fram í fjórða sinn

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði í gær fram frumvarp á Alþingi um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna í fjórða sinn. Markmið þess er að stjórnvöld hætti að reka skaðlega stefnu í vímuefnamálum og hætti að refsa fólki fyrir að nota ólögleg vímuefni eða vera með vímuefni á sér.
Meira

Elísa Bríet valin í U15 landsliðshóp Íslands

Í dag kom tilkynnti KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) hverjir skipa hóp U15 kvenna fyrir UEFA Development mótið sem fram fer í Póllandi dagana 2.-9. október. Þjálfari liðsins er Ólafur Ingi Skúlason og hann valdi 20 leikmenn til þátttöku fyrir Íslands hönd. Ein stúlknanna í hópnum er Elísa Bríet Björnsdóttir frá Skagaströnd , alin upp hjá Umf. Fram en skipti yfir í Tindastól síðasta vetur.
Meira

Þeyst um Þingeyjarsveitir : Á mjúkum moldargötum...

Það hefur löngum verið umtalað meðal hestamanna að fá landsvæði séu jafn greið yfirferðar ríðandi mönnum og Þingeyjarsýslur. Eru lýsingar á endalausum moldargötum og skógarstígum slíkar að þeir sem ekki hafa sannreynt, liggja andvaka með vonarneista í brjósti um að brátt muni þeir fá að máta sig við dýrðina.
Meira

Arnar Már Elíasson skipaður forstjóri Byggðastofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á heimasíðu stofnunarinnar. Arnar Már var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og stjórn Byggðastofnunar. Skipan í embættið tók gildi 16. september.
Meira

Lið Húnvetninga tryggði sætið í 3. deildinni með öruggum sigri

Síðasta umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu fór fram á laugardaginn. Lið Kormáks/Hvatar var í tæknilegri fallhættu því ef allt færi á langversta veg þá átti lið Vængja Júpíterst möguleika á að skríða upp fyrir Húnvetningana. Svo fór að sjálfsögðu ekki því K/H tók völdin gegn liði KH strax í byrjun leiks og endaði í níunda sæti 3. deildar þegar upp var staðið. Lokatölur í leik þeirra gegn botnliði KH voru 3-0.
Meira

Söfnun og sáning á birkifræi 2022

Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og hófst árið 2020. Að baki verkefninu stendur öflugur samstarfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur. Nú í haust verður enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka almennings lykilatriði.
Meira

Það er nauðsyn að eiga a.m.k. eina góða íslenska lopapeysu og góða ullarsokka

Álfhildur Leifsdóttir frá Keldudal, býr á Sauðárkróki og er kennari við Árskóla ásamt því að vera sveitarstjórnarfulltrúi. Það mætti segja að hún sé prjónasjúk, henni er eiginlega ekki rótt nema hún eigi garn í næsta verkefni þó nokkur séu mismunandi verkefnin á prjónum nú þegar. Síðastliðið ár gaf margar prjónastundir vegna Covid og til gamans hélt hún betur en áður um afrakstur prjónaársins. Það urðu til 66 flíkur af öllum stærðum og gerðum og í þær fóru tæplega 17 kílómetrar af garni.
Meira