Hæðir og lægðir í laxveiðinni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
24.09.2022
kl. 10.44
Endasprettur laxveiðimanna stendur nú yfir í helstu ám landsins en þær loka á næstu dögum. Þá skýrist hvernig til hefur tekist í laxveiðinni í sumar. Miðfjarðará lokar á morgun en hún er aflamest húnvetnsku laxveiðiánna með 1.474 laxa samkvæmt tölum frá 21. september síðastliðnum. Í umfjöllun Húnahornsins um laxveiðina kemur fram að í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.796 löxum þannig að það er ljóst að sú tala verður ekki toppuð í ár.
Meira