A-Húnavatnssýsla

Ljósmyndasýning Richard Nürnberger á Skagaströnd

Þýski ljósmyndarinn Richard Nürnberger mun opna ljósmyndasýningu sína í Salthúsi gistiheimili á Skagaströnd nk. laugardag 10. september. Allir velkomnir.
Meira

Vonir standa til að það náist að steypa brúardekkið fyrir veturinn

Vel gengur með uppbyggingu Þverárfjallsvegar í Refasveit og Skagastrandarvegar um Laxá en þar leggja Skagfirskir verktakar um 12 km veg auk þess að byggja 14 metra háa og rúmlega hundrað metra langa brú.
Meira

Kristinn Hugason til Ísteka

Kristinn Hugason, sem áður starfaði sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal, hefur verið ráðinn samskiptastjóri líftæknifyrirtækisins Ísteka. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði.
Meira

Námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, býður upp á námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri þar sem m.a. eru tekin fyrir tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:
Meira

Vistvænar orkugeymslur í sjálfbær íbúðarhús

BRC ehf. undir merkjum BlueRock Eco Housing og nýsköpunarfyrirtækið Alor ehf. hafa gert með sér samning um forpöntun á 3200 vistvænum orkugeymslum Alor. Rannsóknir og þróun á hinni vistvænu álrafhlöðutækni hefur farið fram síðustu níu árin af framúrskarandi vísindamönnum samstarfsfyrirtækisins Albufera Energy Storage og er áætlað að vöruþróun hefjist á næstu mánuðum. Vörurnar verða endurvinnanlegar og með lítið umhverfisfótspor.
Meira

„Margir yngri flokka okkar í hópi þeirra bestu“

Feykir hafði samband við Þórólf Sveinsson (Tóta), yfirþjálfara yngri flokka Tindastóls, og fékk hann til að segja aðeins frá starfinu og gengi yngri flokka félagsins í ár. Þess má geta að Tindastóll, Hvöt og Kormákur tefla fram sameiginlegum liðum í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna og raunar í 2. flokki líka – en 2. flokkur karla og kvenna er ekki á borði Tóta svo sagt verður frá afrekum þeirra síðar.
Meira

Kúrsinn stilltur fyrir Norðurland vestra sem áfangastað

SSNV hefur gert samning við Saltworks, ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar, um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Í frétt á vef SSNV segir að verkefninu sé ætlað „...að greina stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og vinna að tillögum hvernig styrkja megi ímynd svæðisins sem áfangastaðar ferðafólks á heildrænan hátt þar sem einnig er horft til þeirra þátta sem gera svæðið að álitlegum búsetukosti og góðum valmöguleika til uppbyggingar atvinnutækifæra og fjárfestinga.“
Meira

Lokað hjá sýslumönnum á föstudaginn

Lokað verður hjá sýslumönnum um land allt föstudaginn 9. september vegna starfsdags.
Meira

Samtalið hafið um aðlögun sveitarfélaga að breyttum heimi

Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í gær.
Meira

Hver er fugl ársins að þínu mati?

Kosningin á Fugli ársins er hafin og stendur til 12. september nk. Það er Fuglavernd sem stendur að keppninni og að þessu sinni eru það auðnutittlingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla sem keppa um að verma hæstu fuglaþúfuna 2022.
Meira