Viðarsson frá Hofi valinn besti hrúturinn

Myndatexti: Lengst til vinstri er Pálmi Gunnarsson á Akri, í miðið er Birgir Haraldsson á Kornsá og lengst til hægri er Jón Gíslason Hofi.   MYND:Eline Schrijver, Hofi
Myndatexti: Lengst til vinstri er Pálmi Gunnarsson á Akri, í miðið er Birgir Haraldsson á Kornsá og lengst til hægri er Jón Gíslason Hofi. MYND:Eline Schrijver, Hofi

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt í gær lambhrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal. Góð mæting var á viðburðinn, bæði af fólki og fénaði. Í flokki mislitra stóð efstur Grettissonur frá Akri. Í flokki kollóttra stóð efstur Fálkasonur frá Kornsá. Í flokki hyrntra stóð efstur Viðarssonur frá Hofi, og var hann jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.

Dómarar voru Agnar og Birna í Garðshorni á Þelamörk. Lífland gaf verðlaun fyrir efstu sætin.

Samkvæmt upplýsingum Feykis komu lömb almennt heldur léttari af fjalli nú í lok sumars en í fyrra. Þá var reyndar metár og niðurstaðan því ágæt núna. „Sumarið var frekar kalt en samt áfallalaust – og svo september frábær,“ tjáði Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, blaðamanni þegar Feykir tók púlsinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir