Opnir dagar í TextílLab á Blönduósi um mhelgina

Opnir dagar verða í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni á Blönduósi 15.-16. október nk. Allir eru velkomnir en auk metnaðarfullrar dagskrár verður boðið upp á kaffi og pönnukökur!

Samkvæmt tilkynningu frá Textílmiðstöðvarinnar verður boðið upp á skemmtilega dagskrá bæði laugardag, frá klukkan 11 til 16, og sunnudag, frá 11 til 15, en meðal atriða má nefna prjónakaffi, kennslu á þæfingarvél og útsaumsvél.

Hægt verður að skoða og forvitnast um hin ýmsu tæki og vinna í þeim og ull er hægt að kaupa á staðnum en gott er að koma með eigið efni til að vinna með, t.d. afgangs efnisbúta, hreina ull og garn, segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir