Hermenn Úkraínu klæðast íslenskum ullarvörum
Flugvélafarmur af hlýjum vetrarfatnaði er kominn í notkun úkraínskra hermanna á vígstöðvunum, segir í skeyti frá utanríkisráðuneytinu. Kanadísk herflugvél flutti varninginn frá Íslandi þann 12. desember sl. og í gær fékk utanríkisráðuneytið sent myndband frá úkraínska hernum sem sýnir þegar farmurinn var tekinn í notkun á vígstöðvunum.
Í skeytinu segir að um hafi verið að ræða annars vegar afrakstur íslensks hannyrðafólks sem hefur prjónað margvíslegar ullarvörur og hins vegar innkaup utanríkisráðuneytisins á vörum hérlendis.
„Ísland hefur þar að auki lagt ríflega 1.6 milljónir evra í sjóð á vegum Atlantshafsbandalagsins sem kaupir m.a. vetrarfatnað.
Hermennirnir sem koma fram í myndbandinu senda þakkir til Íslands og segja að klæðnaðurinn muni koma að góðum notum á vígstöðvunum. Þess má geta að vetrarkuldi verður mikill í Úkraínu.“
HÉR er hægt að sjá myndbandið sem barst utanríkisráðuneytinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.