A-Húnavatnssýsla

Silli kokkur og Elsa Blöndal eiga heitasta matarvagn landsins

Óhætt er að fullyrða að Silli kokkur bjóði upp á bestu borgara álfunnar en þeir hafa slegið í gegn í keppnum um besta götubitann bæði hérlendis sem erlendis. Skagfirðingar hafa reglulega fengið tækifæri til að nálgast hnossgætið þegar Silli mætir með matarvagninn á planið fyrir utan verkstæði Gylfa Ingimars og dásama undantekningarlaust það sem ratar í belginn. Feykir forvitnaðist um Silla kokk, besta borgarann og tengingu hans við Skagafjörð.
Meira

Níu verkefni klára Vaxtarrými Norðanáttar

Níu nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, rammað inn af þemanu „mat, orka, vatn“, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum.
Meira

„Matur er mannsins megin“ – Sýning hjá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum við Hrútafjörð gefur að líta all margar fastasýningar sem bregða ljósi á og miðla lífsháttum fólks fyrr á öldum. Margt af því sem í dag telst til sjálfsagðra þæginda, kallaði oftar en ekki á mikla vinnu, útsjónasemi og kunnáttu svo vel færi. Úrvinnsla og geymsla matvæla var þar veigamikill þáttur í daglegum störfum heimilianna og undirstaða lífsafkomunnar.
Meira

Sigurrós og Sigur Rós :: Vangaveltur um tengsl heimsfrægrar hljómsveitar norður í land

Í öðru bindi Byggðasögu Skagafjarðar er örlítill þáttur um Hvammsbrekku, landspildu úr landi Reynistaðar, sunnan og vestan Sauðárkróksbrautar, milli Geitagerðis og Melslands. Þar voru frumbyggjar Ragnar Magnússon og Sigurlína Sigurðardóttir sem þá höfðu verið nokkur ár í húsmennsku á Mel en þau hófu byggingu íbúðarhússins árið 1928 og fluttust þangað vorið 1929. Húsið var lítið, kjallari 19 m2 og ein hæð 26,4 m2. Í fyrstu virðist það ansi langsótt að tengja þessi húsakynni við einn frægasta tónlistarmann Íslands í einni þekktustu hljómsveit í heimi en er þó ekki erfitt.
Meira

Átta krakkar úr Tindastóli á æfingu með norðlenskum úrvalshópi U16

Í dag fór fram æfing úrvalshóps U16 í Boganum á Akureyri þar sem stelpur og strákar af Norðurlandi komu saman og æfðu knattspyrnu. Það var Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 kvenna, sem stýrði æfingunni. Jafnt var í hópunum, 24 stúlkur og 24 strákar, en af þeim 48 sem þátt tóku í æfingunni voru átta krakkar frá Umf. Tindastóli sem verður að teljast magnað.
Meira

Mikið af handverki ratað í jólapakka

Að þessu sinni eru það hjónin Stefanía Ósk Stefánsdóttir og Kjartan Erlendsson á Sauðárkróki sem segja lesendum Feykis frá því hvað þau eru að fást við. Stefanía er fædd og uppalin austur í Breiðdal en maðurinn hennar, Kjartan Erlendsson, er Austur-Húnvetningur. Þau fluttu á Krókinn árið 1971 og ætluðu sér að vera hér í eitt ár en hvað eru 50 ár umfram það? Það er Stefanía sem hefur orðið en hún vill byrja á að þakka Unni Sævars fyrir áskorunina.
Meira

Blundar í mörgum Blönduósingum að upphefja gamla bæinn til fyrri dýrðar :: Bjarni Gaukur um uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi

Það stendur mikið til á Blönduósi en félagarnir og heimamennirnir Reyni Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson hafa, undir merkjum InfoCapital, fest kaup á húsum í gamla bænum. Verkefnið er metnaðarfullt og til þess ætlast að blása lífi í Blönduósbæ og hrífa heimamenn með í uppbygginguna. Feykir hafði samband við Bjarna Gauk og forvitnaðist um málið.
Meira

Aðventuhátíð í Hólaneskirkju á Skagaströnd og bóklestur í Bjarmanesi

Skagstrendingar eru byrjaðir að jólast. Í kvöld, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 18:00, verður aðventuhátíð Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar, Hofs-, Holtastaða-, Höfða- og Höskuldsstaðasóknar í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Við það tilefni flytur Kirkjukór Hólaneskirkju jólasöngva og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra.
Meira

JólaFeykir kemur út í dag

Biðin eftir jólablaði Feykis er á enda því hnausþykkur doðrantur er á leiðinni til íbúa Norðurlands vestra í dag og næstu daga. Eins og lög gera ráð fyrir eru fjölmörg viðtöl, uppskriftir, andleg næring og besta myndagáta í heimi, að finna í blaðinu. Fljótlega verður það einni aðgengilegt á Netinu svo enginn ætti að þurfa að fara í jólafeykisköttinn.
Meira