Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum á yfirstandandi löggjafaþingi

Högni Elfar Gylfason heldur hér jómfrúarræðu sína úr ræðustól Alþingis í síðasta mánuði en þar tók hann sæti sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Skjáskot úr myndbandi Alþingis.
Högni Elfar Gylfason heldur hér jómfrúarræðu sína úr ræðustól Alþingis í síðasta mánuði en þar tók hann sæti sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Skjáskot úr myndbandi Alþingis.

Þingmenn eru nú komnir í jólafrí en þingfundum 153. löggjafarþings var frestað sl. föstudag, 16. desember. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og hér að neðan má sjá tölfræðilegar upplýsingar um 153. löggjafarþing, fram að jólahléi.

Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klst. og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst. og 9 mínútur.
Þingfundadagar voru alls 46.
Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar.
Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.
Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað.
Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867.
Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131.
Sérstakar umræður voru 17.
Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir