Aðeins 353 laxar komnir á land í Blöndu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
31.08.2023
kl. 14.40
Húnahornið segir frá því að laxveiði í sjö helstu laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hafi verið dræm í sumar. Marga veiðimenn í eldri kantinum dreymir enn dýrðardaga í Blöndu á síðustu öld en í gær var aðeins búið að veiða 353 laxa í ánni og þar sem hún er komin á yfirfall þá stefnir í lélegasta í laxveiðisumar í Blöndu síðan 1994 en þá veiddust 357 laxar.
Meira