A-Húnavatnssýsla

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.
Meira

Íbúum í Skagafirði fjölgar mest

Íbúum Skagafjarðar fjölgaði um 64 íbúa eða 1,5 prósent á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. ágúst 2023, sem er mesta fjölgunin í einstaka sveitarfélagi á Norðurlandi vestra. Íbúar Skagafjarðar eru nú 4382 talsins.
Meira

Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum. Af viðbrögðum einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum má ráða að ábyrgðin sé nú alfarið á höndum sveitarfélaganna.
Meira

Íslandsmót í hrútadómum: 20 ár frá fyrstu keppni

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þann 20. ágúst og hefst kl. 14. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Strandamenn fundu upp þessa skringilegu keppnisgrein og verður því mikið um dýrðir.
Meira

Lifepak CR2 hjartastuðtæki til HSB

Á stjórnarfundi í síðustu viku afhenti stjórn Hollvinasamtaka HSB Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi Lifepak hjartastuðtæki. Tæki þetta er gefið í minningu Ingva Þórs Guðjónssonar, en hann var í allmörg ár ráðsmaður og sjúkrabílstjóri hjá HSB.
Meira

Trésmiðjan Stígandi ehf. auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Trésmiðjan Stígandi ehf. auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Meira

Húnvetningar enn í góðum málum þrátt fyrir tap

Bleiki valtarinn fór ekki í gang í Malbikunarstöðinni að Varmá í dag. Lið Kormáks/Hvatar missteig sig því aðeins í toppbaráttu 3. deildar en þeir sóttu Hvíta riddarann heim í Mosfellsbæ og tembdust við að koma boltanum í markið fyrir framan 50 áhorfendur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn gerðu eina mark leiksins en það var lán í óláni að lið Víðis í Garði, sem var í þriðja sæti deildarinnar, tapaði á sama tíma fyrir Árbæingum sem stukku þá upp fyrir Víði.
Meira

Aðeins Vatnsdalsá sem skilar fleiri löxum á land en í fyrra

Húnahornið er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í Húnavatnssýslum. Samkvæmt miðlinum er laxveiði dræm það sem af er sumri en Miðfjarðará er aflamest laxveiðiáa í Húnavatnssýslum og litlar líkur á að það breytist á næstu vikum. Veitt er á tíu stangir í Miðfjarðará og hafa nú veiðst 680 laxar.
Meira

Arnar HU1 landaði 771 tonni á Króknum

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki síðastliðna nótt. Aflaverðmæti um borð er um 300 milljónir og magn úr sjó er um 771 tonn og mun þetta vera mesti afli sem togarinn hefur landað á fiskveiðiárinu.
Meira

Opið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira