A-Húnavatnssýsla

Hlaupa sex maraþon á sex dögum

Hlaupahópurinn BOSS HHHC ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum frá Akureyri til Reykjavíkur til styrktar góðu málefni.
Meira

Húnabyggð auglýsir Húnavelli til sölu

Húnabyggð hefur nú auglýst eignina Húnavelli til sölu.
Meira

Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag

Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira

Þingmaður á rangri leið : Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Þann 2. ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd.
Meira

Kormákur/Hvöt í frábærum málum

Kormákur/Hvöt eru í góðum málum eftir að hafa unnið tæpan 1-2 sigur á Elliða í Árbænum í gær.
Meira

Vegleg gjöf til Hollvinasamtaka HSB

Þessi mánaðarmót verða lengi í minni formanns Hollvinasamtaka HSB, Sigurlaugar Þóru Hermannsdóttur. Kvenfélagskonur í Bólstaðarhlíðar og Svínavatnshreppi buðu formanni í grillveislu í Dalsmynni þann 1. ágúst.
Meira

Gunnhildur í blaðamanninn

Í kjölfarið á hagræðingu innan Nýprents var starf blaðamanns lagt niður í upphafi Covid-faraldursins 2020 og meiri ábyrgð varðandi efnisöflun færðist því á ritstjóra Feykis og aðra starfsmenn Nýprents. Nú hefur verið ráðinn blaðamaður til starfa að nýju en Gunnhildur Gísladóttir, ljósmyndari og veislustjóri, hefur ákveðið að taka slaginn með Feyki.
Meira

Unglingalandsmótið hefst í dag!

Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.
Meira

Alveg nóg að mamma og amma gætu prjónað á mig ef þess þyrfti

Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir, 30 ára, býr á Steinsstöðum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi með kærasta sínum, Hafþóri Smára Gylfasyni bifvélavirkja og syni þeirra, Steinþóri Sölva sem er á fjórða ári. Hólfríður er sjúkraliðanemi og vinnur í aðhlynningu á deild tvö á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Ritstjóraskipti hjá Feyki

Nú um mánaðamótin urðu ritstjóraskipti á Feyki en þá lét Páll Friðriksson af störfum en Óli Arnar Brynjarsson tók við keflinu. Palli hafði starfað við Feyki í um 13 ár og lengstum stýrt blaðinu á þeim tíma, lengur en nokkur fyrri ritstjóra blaðsins ef undan er skilinn Þórhallur Ásmundsson.
Meira