A-Húnavatnssýsla

Stólar og Samherjar deildu stigunum

Meistaraflokkur karla hjá liði Tindastóls skeiðaði á ný fram á fótboltavöllinn í gær þegar þeir tóku á móti liði Samherja úr Eyjafirði í Lengjubikarnum. Liðið tók þátt í Kjarnafæðismótinu í janúar og spilaði því fyrsta alvöruleikinn undir stjórn Dom Furness í gær. Talsverður vorbragur var á leiknum og spil af skornum skammti samkvæmt upplýsingum Feykis. Lokatölur 1-1.
Meira

Kjötsúpa og konfektkaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 42, 2022, voru Eygló Amelía Valdimarsdóttir, fædd og uppalin á Skagaströnd, og Ingvar Gýgjar Sigurðarson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Eygló er snyrtifræðingur að mennt en Ingvar er tæknifræðingur hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þau hafa búið á Króknum síðan 2014 og eiga saman þrjú börn, Valdimar Eyvar fæddan 2012, Amelíu Areyu fædda 2016 og Áróru Eldey fædda 2021.
Meira

Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu

Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni.
Meira

Diljá verður fulltrúi Íslands í Eurovision

Það var heilmikið sjó í Sjónvarpinu í kvöld þegar Íslendingar völdu Júróvisjón framlag sitt sem fær að keppa í Liverpool nú í maí. Búið var að spá rokkabillíbandinu Langa Sela og Skuggunum góðu gengi með lagið OK en það var meiri vandi að spá hvaða lag fylgdi þeim eftir í tvíhöfðann. Það fór svo að Diljá komst í úrslitin og gerði sér þá lítið fyrir og lagði Langa Sela að velli.
Meira

Límónu fiskur og sykurlausar bollakökur

Matgæðingar vikunnar í tbl 41, 2022, voru Helgi Svanur Einarsson og Gígja Hrund Símonardóttir á Króknum. Gígja er fædd og uppalin í Hegranesi í Skagafirði, en Helgi er fæddur og uppalinn í Torfalækjarhreppi hinum forna í nágrenni Blönduóss og hafa þau bæði búið á Sauðárkróki síðastliðin 20 ár.
Meira

Hugrenningar um þorrablót :: Áskorandapenni Jón Kristófer Sigmundsson Hæli

Rúnar vinur minn hringdi í mig og bað mig um að taka við áskorun um að skrifa pistil í Feyki. Auðvitað sagði ég já við því eins og flestu öðru. Við hinar og þessar sameiningar á sveitarstjórnarstigi í gegnum tíðina hefur sumt staðið af sér allar sameiningar, svo sem Þorrablót og búnaðarfélögin. Þar ríghalda gömlu hreppamörkin ennþá. Og einmitt í kvöld þegar þetta er skrifað er Hreppablótið. Það er alltaf mikil tilhlökkun að koma á hreppablótið enda ein fjölmennasta skemmtun sem fer fram í A-Hún.
Meira

Tveir vinningshafar smásagnakeppni Félags enskukennara úr Húnaskóla

Í smásagnakeppni FEKÍs (Félag enskukennara) sem hófst 26. september, á evrópska tungumáladeginum átti Húnaskóli tvo vinningshafa. Á heimasíðu Húnabyggðar kemur fram að keppnin sé haldin ár hvert meðal grunn- og framhaldsskólanema á Íslandi og var þema keppninnar í ár „Power“.
Meira

Telja mikilvægt að brugðist verði við lökum árangri í PISA-könnunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram skýrslubeiðni til mennta- og barnamálaráðherra um læsi. Skýrslubeiðnin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag en alls eru 20 flutningsmenn á málinu, þeirra á meðal ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Meira

Feykir kannar hug lesenda til laganna í Söngvakeppninni

Þeir sem eru sökkerar fyrir netkönnunum geta nú tekið þátt í óvísindalegri könnun Feykis en spurt er hvert framlag Íslands verður í Eurovision sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til úrslita annað kvöld (laugardag) í þráðbeinni útsendingu í Sjónvarpinu en þar munu snillingarnir Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Sigurður Þorri leiða landann í gegnum gleðisprengjusvæði Söngvakeppninnar.
Meira

Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum, til Kormáks Hvatar

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar er á lokametrunum með styrkingar liðsins fyrir sumarið segir á aðdáendasíðu Kormáks en enn einn leikmaðurinn er þar kynntur til leiks. Þar er á ferðinni djúpi miðjumaðurinn Lazar Čordašić, hokinn af reynslu og löðrandi af gæðum. „Hans helstu kostir á velli eru að hann les leikinn eins og opna bók, er gjarna réttur maður á réttum stað og færir liðinu ró og öryggi á miðsvæðinu. Sannkallaður gæðastjóri hér á ferð.
Meira