A-Húnavatnssýsla

Söngvinnir síungir söngvarar syngja í Krúttinu

Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tónleika í Krúttinu á Blönduósi á morgun, laugardaginn 16. september, og verður skellt í fyrsta gítargripið klukkan níu að kveldi. Stebbi og Eyfi bjóða upp á söngva frá ýmsum tímum, n.k. þverskurð af ferli þeirra félaga, jafnt saman sem sitt í hvoru lagi, í bland við hæfilegan skammt af gríni og gáska.
Meira

Leggið frá ykkur prjónlesið og reiðtygin – á laugardag ætla bleikliðar að skrifa söguna

Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Meira

Blóðgjöf er lífgjöf

„Blóðgjör er lífgjöf,“ er eitt af slagorðum Blóðbankans, sem minnir okkur svo sannarlega á mikilvægi þess að gefa blóð. Allir þeir sem geta gefið blóð eru hvattir til þess að mæta í Blóðbankabílinn sem staddur verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúið, þriðjudaginn 19. september, frá klukkan 11:00-17:00.
Meira

Minna á mikilvægi þess að lagt verði bundið slitlag á Blönduósflugvöll

Á fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær lagði sveitarstjórn áherslu á, í kjölfar alvarlegra umferðarslysa á þjóðvegi 1 á liðnu sumri, að gríðarlega mikilvægt sé að þau áform sem koma fram í drögum að samgönguáætlun, um lagningu bundins slitlags á Blönduósflugvöll, nái fram að ganga.
Meira

Allir togarar FISK Seafood hafa landað í vikunni

Það er allt fullt af fiski á Króknum þessa vikuna en allir þrír togarar FISK Seafood hafa landað ágætum afla. Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki á mánudag eftir 30 daga túr með 810 tonn upp úr sjó. Sama dag landaði Drangey SK2 156 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur og loks landaði Málmey SK1 145 tonnum þar sem uppistaðan var þorskur, ýsa og karfi.
Meira

Ólíðandi að skammtímahagsmunir ráði för

Á fundi í sveitarstjórn Húnabyggðar sem fram fór í gær, lýsti sveitarstjórn Húnabyggðar yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. „Alls hafa veiðst um 50 eldislaxar í ám á Norðurlandi vestra á síðustu tveimur vikum og í fæstum ám er einhver möguleiki til staðar að fylgjast með mögulegri gengd eldislaxa,“ segir í fundargerð sveitarstjórnar en þar er þess krafist að sett verði í lög að eldislax sé ekki frjór og að tryggt sé að laxar geti ekki sloppið.
Meira

Alþingi verður sett í dag

Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 12. september, og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira

Eldislaxinn rakinn til Patreksfjarðar

Í frétt á Húnahorninu segir að rekja megi eldislaxa sem veiðst hafa m.a. í Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá til sex hænga sem notaðir voru til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði haustið 2021. Tveir af þessum sex hængum voru einnig notaðir til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæði Arnarlax við Tjaldanes í Arnarfirði haustið 2021.
Meira

Ismael með tvö á Grenivík og eitt stig til Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar færðist risastóru hænuskrefi nær 2. deildinni í dag þegar enn eitt markið í uppbótartíma færði liðinu eitt stig á erfiðum útivelli á Grenivík. Ismael Moussa gerði bæði mörk liðsins í dag og er nú orðinn markahæstur í 3. deild með 17 mörk og heldur betur búinn að vera drjúgur í sumar. Lokatölur á Grenivík 2-2 eftir að staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Magna.
Meira