Söngvinnir síungir söngvarar syngja í Krúttinu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
15.09.2023
kl. 08.44
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tónleika í Krúttinu á Blönduósi á morgun, laugardaginn 16. september, og verður skellt í fyrsta gítargripið klukkan níu að kveldi. Stebbi og Eyfi bjóða upp á söngva frá ýmsum tímum, n.k. þverskurð af ferli þeirra félaga, jafnt saman sem sitt í hvoru lagi, í bland við hæfilegan skammt af gríni og gáska.
Meira