A-Húnavatnssýsla

Tveir girnilegir smáréttir

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, elska að fara út að borða og fá mér nokkra smárétti og uppáhalds veitingastaðurinn minn, fyrir sunnan, sem býður upp á þess konar rétti er Tapas. Þegar þessi matarþáttur var skrifaður var ég vör við það að sá veitingastaður, Tapas, væri að halda upp á 22 ára afmælið sitt, enda ekki hissa að hann hafi náð að halda úti rekstri í öll þessi ár því ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum þegar ég hef farið þangað. En á Króknum er enginn Tapas og þá verður maður að hugsa út fyrir rammann og reyna að græja þetta sjálfur, er það ekki bara… Hér koma tveir girnilegir smáréttir af síðunni www.hanna.is.
Meira

Appelsínugul viðvörun á sunnudegi

Það eru læti í veðrinu þessa dagana og helst boðið upp á linnulausar umhleypingar. Nú hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir morgundaginn (sunnudag) og lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna frá kl. 11-14. Spáð er sunnan stormi eða roki, 20-28 m/sek. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s.
Meira

Ljúffeng blómkálssúpa með baguette

Matgæðingur vikunnar í tbl 34, 2022, var Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir en hún er búsett í Tunguhlíð í Lýdó og vinnur á leikskólanum Birkihlíð sem er í Varmahlíð. Kristín er í sambúð með Guðjóni Ólafi Guðjónssyni og ætlar að bjóða upp á haustlegar máltíðir.
Meira

,,Held að ég sé ánægðust með peysuna sem ég var að klára á mömmu,,

Brynja Sif Harðardóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, Hannesi Inga Mássyni og syni þeirra Óliver Mána sem verður tveggja ára í desember. Brynja er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og vinnur á leikskólanum Ársölum.
Meira

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum eftir 15 ára hark

N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. N4 hefur haldið úti metnaðarfullri sjónvarpsdagskrá með landsbyggðina í fyrirrúmi í 15 ár, gefið út dagskrárblað auk þess sem um tíma var gefið út blað sem byggði á efni stöðvarinnar. Króksarinn María Björk Ingvadóttir hefur verið í forsvari fyrir N4 síðustu árin og barist ötullega fyrir viðgangi stöðvarinnar en þar hafa nokkrir sprækir Skagfirðingar til viðbótar látið ljós sitt skína.
Meira

Rabb-a-babb 215: Erla Jóns

Erla Jónsdóttir svaraði Rabb-a-babbi í 4. tölublaði Feykis 2023. Hún er fædd 1974, gift Jóhanni Inga Ásgeirssyni og saman eiga þau tvö börn; Freyju Dís 19 ára og Loga Hrannar 14 ára. Fjölskyldan býr í Kambakoti í Skagabyggð en Erla er aðflutt, ólst upp á Álftanesi á Mýrum þar til hún var 14 ára en þá flutti fjölskyldan á Akranes. Erla vasast í einu og öðru en hún er framkvæmdastjóri Lausnamiða ehf., oddviti Skagabyggðar, stjórnarformaður Stapa lífeyrissjóðs og fleira.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Þær linna ekki látum lægðirnar sem ganga nú hver af annarri yfir landið en gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið með austan og suðaustan 15-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark, en rigning sunnan til og hiti 1 til 6 stig. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.
Meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna? - Lífið er núna dagurinn - 9. febrúar

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira

Þungir knapar bannaðir - Leiðari Feykis

Nú eru uppi umræður innan hestasamfélagsins að knapar ættu ekki vigta meira en 20% af þunga hestsins. Það segir manni að flestir fullorðnir karlmenn ættu að snúa sér að öðru en útreiðum því 20% af meðalþyngd hests, sem mun vera um 350 kg, er 70 kíló. Einhver kann að halda að hér sé á ferðinni eitthvert grín en svo er alls ekki.
Meira