A-Húnavatnssýsla

Veðrið er oft hreinlega eins og hugur manns - Veðurklúbbur Dalbæjar

Fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar fyrsta ágúst 2023, eða átti ég að skrifa tvöþúsund tuttugu og þrjú 🤔
Meira

Óskað eftir ræstitækni í dreifnámið á Blönduósi

Óskum eftir ræstitækni í dreifnámið á Blönduósi komandi vetur.
Meira

Skemmtiskokk og strandhlaup fyrir alla á Unglingalandsmóti

Viltu koma út að hlaupa í fallegri nátturu, fuglasöng og góðum félagsskap? Tvö spennandi hlaup verða á Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þeim báðum.
Meira

Formannstilkynning Sambands ungra Framsóknarmanna

Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna.
Meira

Hljómsveitin LÓN heldur tónleika í Krúttinu Blönduósi föstudaginn 4. ágúst

Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu spreyta sig á lítillátari hljóðheim sem hæfir þeirri skilgreiningu.
Meira

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ orðin aðgengileg á netinu

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Meira

Umferðarslys í Langadal í gærkvöldi

,,Aðilarnir sem um er rætt voru allir fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en ekki er talið að þeir séu eins alvarlega slasaðir og talið var í fyrstu. Rannsókn á tildrögum slyssins er fram haldið," segir í tilkynningu frá lögreglunni. 
Meira

Beint frá býli dagurinn - 15 ára afmælishátíð

Í tilefni af 15 ára afmæli Beint frá býli félagsins, verður blásið til afmælishátíðar um land allt 20. ágúst.
Meira

Heldur minni veiði en í fyrra í húnvetnsku laxveiðiánum

Húnahornið segir frá því að veiði í húnvetnsku laxveiðiánum sé almennt heldur minni sem af er sumri en á sama tíma í fyrra. „Mest hefur veiðst í Miðfjarðará eða 409 laxar en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 452 laxar. Áin er í sjöunda sæti yfir aflamestu laxveiði ár landsins og hefur hún oft verið ofar á listanum. Veiðst hafa 267 laxar í Blöndu samanborið við 326 laxa á sama tíma í fyrra. Laxá á Ásum er komin í 265 laxa en í fyrra höfðu veiðst 375 laxar á sama tíma,“ segir í frétt Húna.is
Meira

Endurkomusigur hjá Kormáki/Hvöt á Hvammstanga í dag

Það virðist fátt geta stoppað lið Kormáks/Hvatar þessa dagana. Þeir voru í það minnsta á eldi á Eldi í Húnaþingi þegar þeir tóku á móti Vestmannaeyingum í liði KFS á Hvammstanga í dag. Gestirnir skutu Húnvetningum raunar skelk í bringu þegar þeir náðu forystunni snemma leiks en þegar upp var staðið þá bættu heimamenn enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar og unnu góðan 3-1 sigur.
Meira