A-Húnavatnssýsla

USAH sækir um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024

Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024, Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið fer fram í Stykkishólmi í sumar.
Meira

Fimmtán starfsgildi hjá frumkvöðlafyrirtæki sem í vor hefur starfsemi á Blönduósi

Morgunblaðið sagði um helgina frá íslensku frumkvöðlafyrirtæki, Foodsmart Nordic, sem mun hefja starfsemi í nýju hátækniframleiðsluhúsi á Blönduósi nú í vor. Fyrirækið framleiðir í dag kollagen, sæbjúgnaduft og fiskprótein í þróunarsetri sínu á Skagaströnd og selur til innlendra aðila en með tilkomu framleiðsluhússins á Blönduósi er stefnt á útflutning. Reiknað er með um 15 stöðugildum við starfsemina auk afleiddra starfa.
Meira

Veiruskita í kúm veldur gríðarlegu tjóni austan Tröllaskaga

Vikublaðið á Akureyri greindi frá því í síðasta blaði að tugmilljónatjón hafi orðið vegna smitandi veiruskitu sem herjað hefur á kúabú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en alls eru um 80 kúabú í Eyjafirði og um 40 í S-Þingeyjarsýslu. Haft er eftir Sigurgeir Hreinssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar, að veiran hagi sér með svipuðum hætti og kórónuveiran geri gagnvart mannfólki og séu dæmi þess að hún hafi borist inn á bæi í allt að þrígang yfir ákveðið tímabil.
Meira

Ekki þurfti að rífa brúna þegar allt kom til alls

Í byrjun síðustu viku ruddi Svartá í Svartárdal sig og mátti litlu muna að brúin yfir ána við bæinn Barkarstaði færi af og fyrstu fréttir hermdu að hún væri ónýt og ekkert annað í stöðunni en að rífa hana. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir hins vegar að skemmdirnar hafi verið mun minni en í fyrstu var ætlað og var brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar ekki lengi að kippa brúnni í lag og var hún opnuð á ný sl. föstudag.
Meira

Sigurgeir Þór Jónasson nýr formaður knattspyrnudeildar Hvatar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi fór fram sl. föstudag, þann 17. febrúar, við góða mætingu, eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu deildarinnar. Kosið var í stjórn knattspyrnudeildarinnar og Sigurgeir Þór Jónasson er nýr formaður.
Meira

Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.
Meira

Saturday Night Fever í fyrsta sinn á íslensku leiksviði - Frumsýning á sunnudagskvöld

„Hver man ekki eftir John Travolta leika töffarann Tony Mareno í Saturday Night Fever og geggjuðu Bee Gees lögin sem eru í myndinni. Legendary mynd sem kom Travolta og Bee Gees á kortið og síðar heimsfrægð,“ svarar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, annar leikstjóri sýningarinnar, þegar hún er spurð út í uppfærslu Nemendafélags Fjölbrautaskólans á leikritinu Saturday Night Fever.
Meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - Mat á umhverfisáhrifum

Öll sveitarfélög á Norðurlandi, eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
Meira

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira

Árshátíð Húnaskóla tókst með miklum ágætum

Húnahornið segir frá því að fyrsta árshátíð Húnaskóla, sameinaðs grunnskóla í Húnabyggð, fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær. Sýnd voru leikritin Latibær og Galdrakarlinn í Oz en þar að auki fór fram söngkeppni í danssal félagsheimilisins og boðið var upp á dýrindis veislukaffi að auki.
Meira