A-Húnavatnssýsla

Magnús Freyr í loftslagsmálin hjá Byggðastofnun

Magnús Freyr Sigurkarlsson jarðfræðingur hefur verið ráðinn í tímabundna stöðu sérfræðings á sviði loftslagsmála á þróunarsviði Byggðastofnunar en alls sóttu 17 um stöðuna. Magnús Freyr er með BSc og MSc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands þar sem megin viðfangsefnin voru mælingar og kortlagningar á framhlaupsjöklum. Magnús starfaði áður sem náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland og sem sérfræðingur Umhverfisstofnunar með yfirumsjón yfir náttúruverndarsvæðum á Suðurlandi.
Meira

Gullborgurum Húnabyggðar boðið á hlaðborð hjá B&S

Gullborgurum í Húnabyggð var boðið á fiskihlaðborð og meðlæti á veitingastaðinn B&S á Blönduósi í gær. Feykir hafði sambandi við Björn Þór eiganda B&S sem segir þetta einungis til gamans gert. „Okkur hjónunum finnst þetta gefandi og gaman.“ segir Björn en hugmyndin kviknaði í Covid en þá var matnum keyrt í hús. Síðan hefur þetta haldið áfram.  
Meira

Húnvetningar herja á Grenivík

Það hafa mörg fótboltaliðin farið fýluferð til Grenivíkur í gegnum tíðina. Lið Kormáks/Hvatar gírar sig nú glaðbeitt upp í ferð á víkina Grenis því á morgun spila Húnvetningar 21. leik sumarsins og með hagstæðum úrslitum gætu þeir tryggt sér sæti í 2. deild þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.
Meira

Mjög alvarlegt umferðarslys sunnan Blönduóss

Mbl.is greinir frá því að þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar og all­ir til­tæk­ir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út upp úr klukk­an fimm í morg­un þegar til­kynnt var um mjög al­var­legt um­ferðarslys á þjóðveg­in­um rétt sunn­an við Blönduós en rúta með á þriðja tug farþega hafði farið út af veginum. Í frétt frá því skömmu fyrir sjö í morgun er sagt að þyrlan hafi flutt þrjá slasaða farþega suður.
Meira

Stór gangna- og réttahelgi framundan

Það er útlit fyrir kalda og blauta smala- og réttahelgi hjá okkur hér á Noðurlandi vestra, um helgina. Þegar litið er yfir gangnaseðla í fjórðungnum má sjá að mjög margir hafa verið við smölun síðustu daga eða eru í þann mund að reima á sig gangnaskóna. Það eru flestir dagar helgarinnar undir en nær þó aðeins fram yfir þessa helgina því ekki er réttað fyrr en á mánudag í Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði.
Meira

Þarf ekki stór­ar töl­ur til að valda óbæt­an­legu tjóni á villtu stofn­un­um

Feykir sagði frá því í vikubyrjun að tveir ætlaðir eldislaxar hafi verið háfaðir upp úr laxastiga við Blöndu um liðna helgi. Mbl.is greindi síðan frá því í gær að níu grunsamlegir laxar til viðbótar hafi nú bæst í hópinn og laxarnir því orðnir ellefu sem Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar, kippti með sér suður til rannsóknar nú í vikunni.
Meira

Farskólinn hefur sitt 31. starfsár

Nýtt skólaár er að hefjast hjá Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Nú um helgina og upp úr helgi geta áhugasamir lært kransagerð en kennt verður á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Það er fyrsta námskeiðið í fjölbreyttri flóru vef- og staðnámskeiða á haustönn skólans.
Meira

Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi : Sigurjón Þórðarson skrifar

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. Kvóta­kerfið hef­ur skilað helm­ingi minni afla á land en fyr­ir daga þess og kvótaþegar hafa kom­ist upp með að selja helstu út­flutn­ingsaf­urð þjóðar­inn­ar í gegn­um skúffu­fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um.
Meira

Vilja fleiri frábærar konur af Norðurlandi vestra

Bryndísi Rún Baldursdóttur, markaðsstjóra Ungra athafnakvenna, langar að fá fleiri konur af Norðurlandi vestra til að vera með í þessum frábæra félagsskap sem UAK er. Hún setti sig í samband við Feyki og sagði okkur frá því hvað UAK er og líka hver hún sjálf er. „Stundum gætir þess misskilnings að viðkomandi þurfi að vera í atvinnurekstri til að vera í félaginu, það er alls ekki svo. Þetta er vettvangur fyrir konur til að eflast og styrkja tengslanetið sitt, félagið heldur alls kyns viðburði í þeim tilgangi. Það er ekkert aldurstakmark í félagið, allar konur geta verið ungar í anda svo þeim er öllum velkomið að ganga til liðs við okkur.“
Meira

Góður árangur á Norðurlandamóti í Álaborg

Um síðustu helgi tóku fjórir keppendur frá Skotfélaginu Markviss þátt fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti í haglagreininni Norrænt Trapp (Nordisk Trap) sem fram fór á skotsvæði eins skotfélaganna í Álaborg (Aalborg flugtskydningsforening). Er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingum er boðið að taka þátt í þessu móti en auk íslands mættu Færeyingar einnig til keppni, ásamt Norðmönnum, Svíum og Dönum.
Meira