SSNV harmar umræðu um styttingu þjóðvegar eitt

Kortið sýnir hvar möguleg lega Húnavallaleiðar væri. MYND AF HÚNI.IS
Kortið sýnir hvar möguleg lega Húnavallaleiðar væri. MYND AF HÚNI.IS

„Stjórn SSNV harmar þá umræðu sem upp er komin um styttingu þjóðvegar eitt, svokallaða Húnavallaleið.“ Svo segir í ályktun stjórnar SSNV sem fundaði mánudaginn 21. ágúst síðastliðinn.

Í ályktuninni segir: „SSNV hefur áður ályktað og bent á að í byggðarlegu samhengi sé mikilvægt að þjóðvegur eitt fari í gegnum þá þéttbýlisstaði sem hann fer um í dag. Við teljum því ekki að þessi 14 km stytting þjóni hvorki Norðlendingum né öðrum landsmönnum. Jafnframt má benda á að bæði þjóðvegur 1 og vegakerfið í heild þarfnast mikilla endurbóta svo það teljist ásættanlegt og uppfylli kröfur um öryggi íbúa og annarra vegfarenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir