A-Húnavatnssýsla

Júróvisíon-stemning hjá Kvennakórnum Sóldísi - Góð upphitun fyrir úrslitakvöldið um síðustu helgi

Júróvision-upphitunin náði hámarki um helgina þegar ljóst varð hver verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva sem fram fer í Liverpool á Englandi í maí. Þar náði Diljá með lagið Power að hafa betur gegn OK-i þeirra Langa Sela og Skugganna í einvígi eins og sjónvarpsáhorfendur gátu fylgst með á RÚV. Eyfirðingum og nærsveitarfólki stóð til boða að fá sérstaka Júróvisjón-upphitun hjá Kvennakórnum Sóldísi fyrr um daginn í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og eins og við mátti búast var kátt í höllinni.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Norðurlandsúrvalið fór sigurferð til Danmerkur

Feykir sagði frá því í lok janúar að sex knattspyrnustúlkur af Norðurlandi vestra voru valdar í Norðurlandsúrvalið sem er skipað stúlkum fæddum 2007-08. Nú um mánaðarmótin fór hópurinn í frábæra keppnisferð til Danmerkur þar sem þær spiluðu við FC Nordsjælland og Brøndby sem eru með frábært yngri flokka starf og hafa á að skipa sterkum liðum sem talin eru með þeim bestu í þessum aldursflokki í Danmörku. Norðurlandsúrvalið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina.
Meira

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5. mars sl. á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5. mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Meira

Uppbygging á Blönduósi og 33 lóðir til úthlutunar

Nú í lok febrúar auglýsti Húnabyggð 33 lóðir til úthlutunar í nýju hverfi á Blönduósi. Um er að ræða 22 einbýlishúsalóðir og ellefu par- og raðhúsalóðir og eru þær staðsettar við Fjallabraut, Holtabraut, Hólabraut og Lækjarbraut. Í samtali við RÚV segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, uppbygginguna svara þeirri eftirspurn sem hafi verið eftir húsnæði í sveitarfélaginu.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Íslistaverk við heitu pottana í Blönduóslauginni

Það þarf ekki alltaf mikið til að gleðja augað og næra sálina. Á Facebook-síðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi sagði í gær frá því að ekki hafi allir verið ósáttir við að vorið, sem kom á dögunum, væri búið í bili. Ein listakonan sem nú starfar við Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi sá tækifæri í nýföllnum snjónum við heita pottinn í sundlauginni og skapaði hin fínustu listaverk sem pottverjar gátu notið á meðan þeir hleyptu yl í kroppinn í kaldri norðanáttinni.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Skimað fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Árlega greinast að meðaltali 235 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og eru þær í flestum tilvikum eldri en 50 ára. Heilbrigðisyfirvöld mæla með skimun fyrir meininu á grundvelli heildarmats á gagnlegum og skaðlegum áhrifum og hefur Landspítala verið falin framkvæmd skimana í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú í mars og fram í maí verður hins vegar farið á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni m.a. á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Samfylkingin stefnir í ríkisstjórn

Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands sendir út ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt: „Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks. Við höfum dýrmætan tíma fram að næstu kosningum til Alþingis sem við hyggjumst nýta til fulls,“ segir í tilkynningu flokksins en Samfylkingin hefur hafið undirbúning og verður klár þegar kallið kemur; ekki bara fyrir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar heldur fyrir þau risastóru verkefni sem þá munu blasa við flokknum.
Meira