Tvennir útgáfutónleikar um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf
19.09.2023
kl. 14.45
Hljómsveitin Slagarasveitin frá Hvammstanga heldur tónleika í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikarnir verða tvennir. Í Iðnó Reykjavík föstudaginn 22. september og Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Tónleikarnir hefjast báðir klukkan 20:30 og er það Ásdís Aþena ungstirni frá Hvammstanga sem opnar tónleikana. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og við hurð, meðan húsrúm leyfir.
Meira