A-Húnavatnssýsla

Frábær mæting á sýningaropnun Heima/Home

Um 150 manns lögðu leið sína í Hillebrandtshúsið á Blönduósi á laugardaginn 2. september á opnunardegi sýningarinnar Heima/Home. Þar sýna 20 listamenn af Norðvesturlandi verk sín sem öll tengjast hugmyndinni um hvað heimilið er. Gestir fá einnig tækifæri til að deila sínum sögum eða hugmyndum af heimilinu á samfélagsvegg í sýningarrýminu.
Meira

Eldislax fannst að líkindum í Blöndu

Sagt er frá því á rúv.is að Blanda hafi um helgina bæst í hóp þeirra laxveiðiáa þar sem nýgenginn eldislax hefur fundist upp á síðkastið. „Það vildi þannig til að Guðmundur Haukur Jakobsson fór að laxastiganum í Blöndu til að hreinsa teljara. Það þarf að gera þegar áin er á yfirfalli. Þegar hann lokaði teljarahólfinu var í honum lúsugur lax. Hann háfaði tvo þeirra upp, drap þá og þótti þeir bera öll merki eldislax,“ segir í fréttinni.
Meira

Mikið kredit á Atla og Orra

Feykir sagði frá því fyrr í dag að lið Kormáks/Hvatar hefði borið sigurorð af liði Árbæjar í 3. deildinni. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í 2. deild að ári og nú hafa Húnvetningar fimm stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar, Árbæ, þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan er því afar vænleg. Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar svaraði spurningum Feykis í leikslok.
Meira

SSNV hlaut styrk frá Landsvirkjun

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er sagt frá því að í síðustu viku hafi samtökin fengið þær frábæru fréttir að SSNV hafi verið úthlutað styrk fyrir tveimur viðburðum úr samfélagssjóði Landsvirkjunar. Styrkirnir eru vegna ungmennaþings um valdeflingu ungs fólks á Norðurlandi vestra sem fram á að fara á Blönduósi í október og síðan örráðstefnu um umhverfismál á Norðurlandi vestra.
Meira

Hungraðir Húnvetningar hirtu stigin í toppslagnum

Það var stórleikur á Blönduósvelli í dag þegar að segja má hreinn úrslitaleikur um sæti í 2. deild fór fram. Heimamenn í Kormáki/Hvöt tóku þá á móti liði Árbæjar sem var tveimur stigum á eftir og hafði verið á mikill siglingu í deildinni, höfðu unnið í það minnsta fjóra leiki í röð og á meðan bleiki valtarinn var farinn að hiksta. Heimamenn komu lemstraðir til leiks með tvo lykilmenn í banni og urðu að planta fyrirliðanum í markið. Tvívegis náðu gestirnir forystunni í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn, jöfnuðu í tvígang og hirtu síðan öll stigin í uppbótartíma. Lokatölur því 3-2 og ævintýri Húnvetninga heldur áfram.
Meira

Aukið samstarf milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands mun efla báða skólana

Skólastarfsemi á Hólum í Hjaltadal er ekkert nýnæmi. Hólaskóli var á biskupssetrinu frá því 1106 til 1802 en hann var, ásamt Skálholtsskóla, helsta menntastofnun þjóðarinnar. Nú er Háskólinn á Hólum með aðsetur í Hjaltadalnum fallega og þar er Skagfirðingurinn Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. Um miðjan ágústmánuð var ákveðið að kanna grundvöll fyrir samstarfi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands, ákvörðun sem sumir óttast að boði ekki endilega gott fyrir háskólastarf í Skagafirði en aðrir sjá spennandi tækifæri felast í mögulegu samstarfi. Feykir sendi nokkrar spurningar á Hólmfríði til að forvitnast um þetta mál og eitt og annað tengt starfsemi skólans.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

Ísland í kjörstöðu til að mæta vaxandi þörf á gagnahýsingu

Ísland getur verið fremst meðal jafninga þegar kemur að hýsingu gagna í heimi þar sem öryggi, persónuvernd og sjálfbærni skipta máli í sívaxandi mæli. Styrkleikar Íslands og íslenskra gagnavera voru meðal áhersluatriða á málþingi Borealis Data Center á Hilton Reykjavík Nordica í gær, fimmtudaginn 31. ágúst, í tilefni samstarfsamnings fyrirtækisins við stórfyrirtækið IBM .
Meira

Kafað í hugmyndina um heimilið

Á morgun, laugardaginn 2. september, opnar listsýningin Heima /Home í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og er þetta samsýning yfir 20 listamanna af öllu Norðvesturlandi. Það er Morgan Bresko sem stendur að baki sýningarhaldinu en hún flutti til landsins í september á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa á Torfalæk, fjölskyldubýli mannsins hennar, Elvars Inga Jóhannessonar, ásamt tveimur litlum börnum þeirra og gömlum ketti. Feykir spjallaði við Morgan um sýninguna og hana sjálfa.
Meira

EasyJet hefur flug til Akureyrar í lok október

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að breska flugfélagið easyJet hefji flug til Akureyrar í lok október og Icelandair bjóði upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt verður að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
Meira