A-Húnavatnssýsla

Nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa

Þann 1. september 2021 tóku gildi nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa og hófst þá 18 mánaða aðlögunartímabil sem lýkur nú 1. mars næstkomandi. Á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það þýði að frá 1. mars þurfi ljósgjafar, sem á annað borð bera orkumerkingar, að bera nýju orkumerkingarnar.
Meira

Kjúklingur og avokadó hamborgarar

Matgæðingur í tbl 39, 2022, var Árni Gísli Brynleifsson. „Kem úr dalnum sem guð skapaði, Hjaltadal,“ segir hann. Árni vinnur hjá langtímaleigudeild Bílaleigu Akureyrar en er með starfsstöð á Sauðárkróki. Eiginkona hans er Heiða B. Jóhannsdóttir, frá Sauðárkróki, en hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt og vinnur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Saman eiga þau þrjú börn; Louisu Lind (16 ára), Ingólf Snæ (9 ára) og Evu Líf (5 ára).
Meira

,, Það væri gaman að geta unnið band úr ull af kindunum hér á bænum,,

Þyrey Hlífarsdóttir heit ég, gift Degi Þór Baldvinssyni. Við eigum þrjú börn Evu Rún, Hlífar Óla og Baldvin Orra. Við búum í Víðiholti og starfa ég sem grunnskólakennari í Varmahlíðarskóla þar sem ég kenni umsjónarkennslu í 1. - 2. bekk auk þess sem ég kenni textílmennt við skólann. Ég tek glöð við áskorun frá Stefaníu ömmusystur minni um að segja aðeins frá því hvað ég er með á prjónunum,“ segur áskorandi hannyrðaþáttar Feykis að þessu sinni.
Meira

Sælan í sveitinni :: Áskorandinn Elín Lilja Gunnarsdóttir - Vatnsnesi

Margir sem maður talar við og hafa flutt búsetu sína frá æskuslóðunum fá ansi oft heimþrá en þannig er það svo sannarlega ekki hjá mér. Ég flutti búsetu mína úr Skagafirði yfir í Húnaþing vestra árið 2016 og gæti ég ekki verið hamingjusamari með þá ákvörðun, hér höfum við, ég og maðurinn minn Elmar Baldursson, byggt upp líf okkar og framkvæmt ansi mikið á síðastliðnum árum.
Meira

Saltfiskplokkfiskur og saltfisksalat

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var að hlusta á útvarpið um daginn sem er ekki í frásögu færandi en þá var verið að tala um hvaða gamaldags mat fólki fannst bestur. Það var oftar en einu sinni nefnt fiskibollur í dós frá Ora í bæði tómatsósu og karrýsósu. Í minningunni var þetta algjört nammi og var eitt af því sem ég borðaði mjög vel af því ég var frekar matvandur krakki.
Meira

Áfangastaðurinn Norðurland vestra 2030?

Kynningarfundur í Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 2. mars n.k. kl. 16 – 18 Stefnumótun í ferðaþjónustu -Staða, ímynd og tengsl við byggðaþróun.
Meira

Blikastúlkur heimsækja Krókinn í Lengjubikarnum

Það er sturluð staðreynd að framundan er síðasta helgin í febrúar, tíminn flýgur og á morgun er fyrsti alvöru fótboltaleikurinn þetta árið á Sauðárkróksvelli. Stólastúlkur eru að undirbúa sig fyrir sumar í Bestu deildinni og taka þátt í Lengjubikarnum. Fyrstu gestir ársins á Sauðárkróksvöll eru Blikastúlkur og þar eru því engir aukvisar á ferð.
Meira

Ný deiliskipulagstillaga fyrir Kálfshamarsvík

Á fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar þann 16. febrúar sl. var samþykkt að endurauglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Kálfshamarsvík. Deiliskipulagssvæðið er um 20 hektarar að stærð og er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Kálfshamarsvík er á náttúruminjaskrá en í byrjun 20. aldar var þar útgerð um 100 manna byggð en var komin í eyði um 1940. Svæðið er nú vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem kallar á uppbyggingu á þjónustu og bætt aðgengi.
Meira

Skuldlaus þrátt fyrir verulegar framkvæmdir

„Eins og áður tókst okkur að komast skuldlaus frá árinu þrátt fyrir verulegar framkvæmdir við kirkjugarðinn og eigum við kirkjugarðsvinum það mikið að þakka en þeim fjölgaði um tvo á fundinum,“ skrifar Valdimar Guðmannsson á Facebook-síðu sína Valli Húnabyggð en aðalfundur kirkjugarðsins á Blönduósi var haldin í gær í sal Samstöðu að þverbraut 1.
Meira

Alberto Sanchez Montilla bætist í leikmannahóp Kormáks Hvatar

„Genginn er til liðs við Kormák Hvöt Alberto Sanchez Montilla, 27 ára örvfættur miðvörður frá Andalúsíu-héraði á Spáni,“ segir á aðdáendasíðu Kormáks í fótboltanum. Þar kemur fram að Alberto sé fjall af manni og einmitt það sem liðið hafi vantað í hina hörðu baráttu 3. deildar sem er framundan.
Meira