Íslensk erfðagreining greinir sýni úr íslensku sauðfé

Nú hefur það verið staðfest að Íslensk erfðagreining ætlar á næstu vikum að byrja að taka við sýnum úr íslensku sauðfé. Gerðar verða erfðarannsóknir á íslenskum kindum í fyrsta sinn hjá ÍE til þess að leita að arfgerðum sem vernda þær gegn riðuveiki og binda við það vonir að með því færist þeir nær því að rækta riðurfrían sauðfjárstofn.

Fyrir allnokkru var greint frá því að Íslensk erfðagreining væri með til skoðunar að setja upp rannsóknarstofu til að greina sýni úr íslensku sauðfé. Nú liggur það ljóst fyrir að þeir komi til með að taka á móti tugum þúsunda sýna til rannsókna næstu árin. 

Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML er sá sem kemur til með að safna sýnunum frá sauðfjárbúunum saman á starfstöð sem staðsett er á Hvanneyri. Þaðan fara sýnin til rannsóknar hjá Íslenskri erfðagreiningu í Reykjavík. Áður voru þau send á rannsóknarstofu í Þýskalandi. Nánar má lesa um málið í frétt RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir