A-Húnavatnssýsla

Aðalmenn og varamenn taka sæti á Alþingi

Í gær tók Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, sæti á Alþingi sem varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Eyjólf Ármannsson og mun sitja út næstu viku. Sigurjón hefur áður setið á þingi, en hann var þingmaður Frjálslynda Flokksins á árunum 2003-2007.
Meira

Nýtt veðurkort á Feyki.is í samstarfi við Bliku

Feykir hefur gert samkomulag við veðurspávefinn blika.is, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur gerir út, og birtir veðurspár og -athuganir á Feykir.is. Vefur Bliku var uppfærður og betrumbættur fyrr á þessu ári en hann hefur verið í loftinu frá 2019 og byggir á sömu hugmynd og yr.no þar sem hægt er að velja staðspár fyrir tæplega 10 þúsund staði hér á landi.
Meira

Ómetanlegt samstarf Höfðaskóla við Nes listamiðstöð

Nemendur í myndmennt í Höfðaskóla á Skagaströnd heimsóttu Nes listamiðstöð og kynntust þar m.a. kínverskri leturgerð hjá þeim Martin og Wen-Hsi. Á heimasíðu skólans segir samstarfið við Nes listamiðstöð vera ómetanlegt.
Meira

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur - Bjarni Jónsson skrifar

Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi.
Meira

Lasanja að hætti Rósinberg og brauðið góða

Að Hlíðarvegi 24 á Hvammstanga eru til heimilis Elín Jóna Rósinberg, matgæðingur úr tbl 46, 2022, Dagur Smári, einkaerfinginn hennar, og Eva Dögg, uppáhalds tengdadóttirin. Þau mæðgin hafa alla tíð búið í Húnaþingi vestra, fyrir utan námstíma Elínar, en hafa þó aldrei verið með lögheimili annars staðar og Eva Dögg er ættuð frá Hvammstanga.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Kjúklingur í pestósósu og letingjabrauð

Það eru Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Þór Gunnarsson sem voru matgæðingar vikunnar í tbl 44, 2022. Kolbrún er úr Reykjavík og Atli er frá Kirkjubæjarklaustri en þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal árið 2011 en keyptu síðar jörðina Sturluhól og hafa látið fara vel um sig þar undanfarin ár. Þau eiga því í raun tvö heimili, í Skagabyggð og Húnabyggð þó að stutt sé á milli bæja.
Meira

Örmagna ferðamaður sóttur á Vatnsrásarhöfuð

Síðdegis í gær, fimmtudag, óskuðu tveir ferðamenn sem voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli eftir aðstoð, þar sem annar þeirra hafði örmagnast á göngunni. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að fólkið hafi verið statt á Vatnsrásarhöfði, rétt norður af Remundargilshöfði, þar sem liggur þekkt gönguleið úr Þakgili að Kötlujökli.
Meira

Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út sitt fyrsta lag

Tónlistarkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir gefur út í dag sitt fyrsta lag, gamla dægurlagið I Get Along Without You Very Well sem hún hefur sett í glænýjan búning. Sigurdís byrjaði að læra á píanó sjö ára gömul við Tónlistarskóla Austur-Húnvatnssýslu og útskrifaðist af listnámsbraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og lauk samhliða framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Meira

Mikið um að vera á skíðasvæði Tindastóls

„Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?“ er spurt á viðburðasíðu sem stofnuð hefur verið á Facebook og er þá átt við Tindastuð 2023 sem haldið verður í þriðja skiptið, laugardaginn 25. mars. Þar er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira