A-Húnavatnssýsla

Minningartónleikar um Skúla Einarsson

Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann, sem féll frá í nóvember 2021 eftir langar og stranga baráttu við krabbamein. Til að heiðra minningu hans verða haldnir minningartónleikar þanni 21.október 2023 í Félagsheimilinu á Hvammstanga sem byrja klukkan 20:00.
Meira

SSNV leitar að liðsfélaga

Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu. 
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð

Inn á vef Húnabyggðar segir frá íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira

„Þetta er vítamínsprauta,“ segir Pétur Ara

„Þrátt fyrir að þetta sé geggjaður árangur þá væri sennilega of djúpt í árina tekið að setja þetta sem mesta íþróttaafrek Húnvetninga. Hvöt hefur áður verið í þriðju efstu deild, þannig að þetta er jöfnun hvað varðar knattspyrnu og bara frábært. Við eigum síðan endalaust mikið af afreksfólki í gegnum tíðina t.d. í frjálsum og fleiru,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, aðspurður um afrek Kormáks/Hvatar að sigla fullri ferð upp í 2. deild.
Meira

Vilja að höfuðstöðvar RARIK verði á landsbyggðinni

Húnahornið segir frá því að fimm þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um flutning höfuðstöðva RARIK ohf. á landsbyggðina. Vilja þau að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að stefna að flutningi höfuðstöðvanna og að hann kanni á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið. Þingsályktunartillagan hefur tvisvar áður verið lögð frá, á 151. löggjafarþingi og því 153.
Meira

Viðgerð á stigahúsi Húnaskóla að ljúka

Á heimasíðu Húnaskóla á Blönduósi er sagt frá því að nú er verið að ljúka viðgerð á stigahúsinu í skólanum. Til að kóróna verkið bjó Inese, myndmenntakennari og snillingur (eins og segir á síðunni) til skapalón með stöfum Húnaskóla og hún og Ástmar málari máluðu nafn skólans á stigahúsið í dag.
Meira

Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.
Meira

Sjóndeildarhringur sveitarstjórnarfólks víkkaður

Oft hefur verið rætt um mikilvægi fræðslu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og ýmsar leiðir verið farnar til að koma til móts við þá þörf. Undanfarin kjörtímabil hafa ýmis landshlutasamtök sveitarfélaga skipulagt fræðsluferðir fyrir kjörna fulltrúa og bæjar- og sveitarstjóra til að kynna sér hvað efst er á baugi hjá nágrannaþjóðum. Í hópi þessara landshlutasamtaka eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem ákváðu snemma á þessu ári að skipuleggja sameiginlega ferð til Skotlands.
Meira

Fátt sem stoppar lið sem trúir ekki að það geti tapað

„Ég held að allir í kringum liðið séu ennþá hægt og rólega að ná utan um að við séum búnir að tryggja okkur sæti í 2. deild. Menn fögnuðu skiljanlega vel eftir leik og ég held að stuðningsmenn liðsins séu, eins og leikmenn og stjórn, ennþá í skýjunum með árangur sumarsins,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar sem gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á liði Augnabliks í lokaumferðinni. Það er besti árangur sem Kormákur/Hvöt hefur náð í fótboltanum og mögulega mesta afrekið í íþróttasögu Húnvetninga.
Meira

Verndum villtra laxastofna : Bjarni Jónsson skrifar

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Meira