Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?
Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Á Facebook-síðu Helga sendir hann skilaboð norður í Skagafjörð: „Halló Skagafjörður .... er’ ekki allir sexý og klárir í Sjómannadagsball á Sauðárkróki laugardagskvöldið 3. júní!? Sérstakur gestur verður tengdadóttir Skagafjarðar, hin eina sanna Salka Sól. Það eru ár og dagar síðan við vorum í Skagafirði, þess vegna hlakka ég mikið til því oft hefur verið ærin ástæða til að fagna sjómannadegi á Sauðárkróki en líklega aldrei meir' en nú með sjóðheitan íslandsmeistaratitil í farteskinu.“
Sem fyrr segir verður fjölskylduhátíð á syðri bryggjunni eftir hádegi í dag. Þar verður hægt að brydda bragðlaukana með mat frá FISK Seafood; fiskur og franskar, grillaðar pylsur og ískaldir drykkir. Á svæðinu verður hoppukastali, furðufiskasýning og hægt að komast í andlitsmálun, kassaklifur og útleiki. Þá geta þeir sem enn eru með keppnisskapið uppgírað eftir meistaravor á Króknum tekið þátt í reiptogi, flekahlaupi og dorgveiði.
Þá má geta þess að sjómannadagsball verður á Skagaströnd í kvöld þar sem hljómsveitin Steinliggur sér um fjörið en hljómsveitin Skandall hitar upp. Dagskrá vegna sjómannadags verður síðan á Hvammstangia og Hofsósi á morgun, sunnudag, en Skagstrendingar taka sjámannadaginn alla leið og halda upp á hann í fjóra daga með dagskránni Hetjur hafsins en dagskrána er hægt að kynna sér hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.