Dagskráin klár fyrir Heim að Hólum á aðventu á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 9. desember, verður opinn dagur hjá Háskólanum á Hólum í tilefni af viðburðinum Heim að Hólum á aðventu. Dagskráin verður frá kl. 11:30 til kl. 17:00 og má nefna barnastund, jólatréssölu, rökkurgöngu og ýmislegt annað en einnig verður Ágúst Ingi Ágústsson með “Ágrip af sögu körfuboltans á Króknum” kl. 15 í tilefni þess að Skagafjörður fagnaði Íslandsmeistaratitli í ár og Íslandsmeistarabikarinn verður að sjálfsögðu á staðnum! Aðalbygging Háskólans á Hólum verður opin frá kl. 12-16 og veitingasala verður á Kaffi Hólum á sama tíma.

Nánari dagskrá á Heim að Hólum á aðventu er eftirfarandi:
Kl. 11:30 Barnastund í Hóladómkirkju. Kirkjan verður opin yfir daginn fyrir gesti.
Kl. 12-14 ,,Fiskarnir” taka á móti gestum í Rannsóknastofu.
Kl. 12-15 Kirkjan býður til notalegrar stundar í Auðunnarstofu.
Kl. 12-14 Jólatrjáasala á vegum Skógræktarfélagsins.
Kl. 12-14:30 Opið hjá Ísponica, smáframleiðanda á Hólum.
Kl. 13-15 Opið hjá Sögusetri íslenska hestsins.
Kl. 13-16 Spennandi sölumarkaður í íþróttasalnum.
Kl. 14-15 Hesthúsið Brúnastaðir opið.
Kl. 15-16 Ágrip á sögu körfuboltans á Króknum.
Kl. 16:30 Rökkurganga, mæting við Bjórsetrið.
Kl. 13-17 Bjórsetrið býður upp á jólaglögg.

Vegna endurskipulagningar bókasafnsins á Hólum verður einnig mikill fjöldi bóka gefins á markaðnum milli kl. 13-16. Komdu og grúskaðu í gömlum bókum!
Verið velkomin heim að Hólum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir