Jólabókakvöld og jólatónleikar á Skagaströnd í dag
Gleðibankinn eini sanni á Skagaströnd stendur fyrir Jólabókakvöldi í Bjarmanesi, gamla barnaskólanum, í kvöld og hefst lesturinn kl. 20. Það eru heimamenn sem lesa upp úr átta sérvöldum bókum sem taka þátt í jólabókaflóðina þetta árið. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir en hægt verður að næla sér í kakó, kaffi og fleira í Bjarmanesi til að njóta alls í botn.
Lesið verður upp úr Sæluríki Arnaldar Indriðasonar, Næturlögmálum Eiríks Arnar Norðdahl, Helkaldri illsku Quentin Bates, Hvitalogni Ragnars Jónssonar, Fjöruspreki og Grundargróðri Rúnars Kristjánssonar frá Skagaströnd, Morðunum í Dillonshúsi eftir Sigriði Dúu Goldsworthy, Landi næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur og loks Armeló Þórdísar Helgadóttur.
Þá verða síðustu jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún þessa aðventuna í dag kl. 17:00 í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Fram koma söng- og hljóðfæranemendur Skagastrandar og Skagabyggðar. Í gær og í fyrradag stóð skólinn fyrir jólatónleikum í Blönduóskirkju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.