Gert ráð fyrir tapi í fjárhagsáætlun Skagastrandar

Frá Skagaströnd. MYND: ÓAB
Frá Skagaströnd. MYND: ÓAB

Sveitarfélagið Skagaströnd verður rekið með 63 milljón króna halla á næsta ári gangi fjárhagsáætlun þess eftir, sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Í frétt Húnahornsins segir að heildartekjur séu áætlaðar 872 milljónir króna og þar af eru skatttekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 634 milljónir og aðrar tekjur 238 milljónir.

„Rekstrargjöld eru áætluð 935 milljón og þar af eru laun 432 milljónir, annar rekstrarkostnaður 419,8 milljónir, afskriftir 59,8 milljónir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar 14,7 milljónir og fjármagnsgjöld 8,7 milljónir.

Samkvæmt sjóðstreymisáætlun verður veltufé frá rekstri jákvætt um 9,7 milljónir króna. Fjárfestingar eru ætlaðar 105,9 milljónir, þær stærstu eru 66 milljónir vegna hafnarframkvæmda, 33,8 milljónir fara í húsnæðisframkvæmdir og 5,2 milljónir í sjóvarnir. Gert er ráð fyrir lántöku að fjárhæð 105,9 milljónir vegna framkvæmda. Áætlun áranna 2025-2027 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin.“

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir