Fljúgandi hálka í Langadalnum
Hiti er nú víða um frostmark á Norðurlandi vestra. Í gær snjóaði en það hefur hlánað nokkuð í dag og því þurfa gangandi og akandi vegfarendur að fara að öllu með gát. Á vef Vegagerðarinnar er varað við því að flughált er í Langadal en hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir sem er síðan um kl. 13:00 í dag.
Það er dimmt yfir Norðurlandi vestra í dag og væntanlega á morgun líka. Smám saman dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Vindur er með minnsta móti á svæðinu og svo verður áfram næstu daga, veðrið á morgun svipað og í dag en á þriðjudag er gert ráð fyrir að það birti nokkuð.
Veðrið upp úr miðri viku og fram að helgi virðist verða svipað og í dag nema töluvert kaldara og því væntanlega umferðarvænna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.