Kammerkór Skagafjarðar með tónleika í Hóladómkirkju í kvöld

Kammerkór Skagafjarðar.MYND AÐSEND
Kammerkór Skagafjarðar.MYND AÐSEND

Kammerkórinn hefur um þessar mundir verið að æfa fyrir árlegu jólatónleikana sína. Þeir fyrri voru haldnir 13.desember síðastliðinn í Blönduóskirkju. Nú er svo komið að því að halda tónleika í Skagafirði í kvöld 20.desember í Hóladómkirkju kl: 20:00. Ásamt kórnum verða góðir gestir, Helga Rós Indriðadóttir söngkona og fráfarandi stjórnandi kórsins, Petrea Óskarsdóttir flautuleikar og Rögnvaldur Valbergsson organisti. Á dagskránni verða bæði íslensk lög og erlend, gömul og ný verk. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.

Feykir spjallaði við Rannvá nýja stjórnanda kórsins og var viðtalið bið hana birt í 47.tölbl. Feykis. Það viðtal má lesa hér fyrir neðan. 

Finnst vont að keyra ein yfir vetrartímann svo kórinn græddi tenór

Rannvá Olsen tók við stjórnartaumum hjá Kammerkór Skagafjarðar á hausdögum. Rannvá er fædd í Færeyjum en flutti til Íslands 1993 til að fara í tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist sem tónmenntakennari og kórstjóri. Rannvá er gift Sigurði H. Ingimarssyni og eiga þau þrjá syni og eru til heimilis á Akureyri.

Eftir að Rannvá hafði starfað ásamt eiginmanni sínum sem stjórnandi í Hjálpræðishernum í 20 ár ákváðu þau hjónin að tími væri kominn að gera eitthvað annað. Nú kennir hún við tónlistarskóla Eyjafjarðar ásamt því að vinna í umönnun á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri.

Leitað var til Rannvá þegar ljóst var að Helga Rós Indirðadóttir léti af störfum sem stjórnandi Kammerskórs Skagafjarðar eftir farsæl 10 ár sem stjórnandi kórsins. „Ég velti þessu aðeins fyrir mér og ákvað svo að láta á þetta reyna. Það eru nokkur ár síðan stjórnaði kór síðast en það var Gospelkór Akureyrar sem er allt önnur tegund af tónlist en samt sami grunnur eins og hver annar kór. Ég er sjálf búin að vera í smærri sönghópum, tríói, dúettum og sungið allskonar tónlist,“ segir Rannvá.

„Kammerkór er blandaður hópur kvenna og karla, oftast eru 24 í kammerkór, um það bil 6 í hverri rödd, sópran, alt, tenór og bassar. Skagfirski Kammerkórinn er hópur fólks sem hefur gaman af því að syngja verk með smá áskorun, bæði íslensk og erlend. Þau eru með nokkra tónleika yfir starfsárið t.d á degi íslenskrar tungu, jólatónleika og vortónleika. Einnig hafa þau tekið þátt í stærri verkefnum með öðrum kórum og Simfóníuhljómsveit Suðurlands þar sem þau sungu verkið Mignificat eftir John Rutter. Kórfólkið er hresst og yndislegt, samstarfið gengur vel og þau hafa tekið mjög vel á móti mér,“ segir Rannvá.

„Einu sinni í viku keyri ég í Skagafjörðinn þar við hittumst á góðri kóræfingu, en í vetur hef ég fengið eiginmann minn með mér þar sem að mér finnst mjög óþægilegt að keyra ein yfir vetrartímann, í myrki og hálku. Kórinn græddi tenór í leiðinni,“ segir Rannvá að lokum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir