A-Húnavatnssýsla

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Það styttist óðum í að árið 2023 renni sitt skeið á enda. Að venju verður árið kvatt og nýju ári fagnað á Nirðurlandi vestra með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Þeir ferskustu munu vafalaust spretta úr spori í Gamlárshlaupi eða einhverju viðlíka fyrr um daginn áður en hafist verður handa við eldamennskuna. Feykir stiklar á stóru í dagskrá gamlársdags á svæðinu okkar.
Meira

Fjáröflunarfótboltamót Kormáks/Hvatar á laugardegi

Laugardaginn 30. desember 2023 verður blásið til leiks í fjáröflunarmót fyrir meistaraflokk Kormáks Hvatar í knattspyrnu til að halda upp á stórkostlegan árangur liðsins í sumar.
Meira

Gítarpartý á Sjávarborg

Í kvöld föstudaginn 29. desember er kvöldið til að skella sér í betri fötin og hita upp fyrir áramótin. Opið verður lengur á Sjávarborg á Hvammstanga og ætla Elvar Logi og Hrund að halda uppi stuðinu fram á nótt. Blaðamaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þarna verði brjálað stuð. 
Meira

Pavel þjálfari ársins í Skagafirði

Pavel Ermolinski var á dögunum valinn þjálfari ársins í Skagafirði við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Eins og alþjóð sennilega veit þjálfar hann sitjandi Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og við getum sagt að þeir séu um það bil hálfnaðir í því verkefni að sitja áfram á þeim titli. Engin pressa. Blaðamaður hafði samband við Pavel sem segir þetta frábæra viðurkenninu fyrir sig og allt þjálfarateymið og bætir við að það sé ekki flókið að þjálfa þennan mannskap með þetta bakland sem er í kringum liðið.
Meira

Ásdís Brynja er Íþróttamaður USAH 2023

Í gær var tilkynnt um valið á Íþróttamanni USAH 2023 við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Fyrir valinu að þessu sinni varð Ásdís Brynja Jónsdóttir knapi frá Hestamannafélaginu Neista.
Meira

Að hafa borð fyrir báru : Friðbjörn Ásbjörnsson

Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Fisk Seafood skrifaði pistil sem birtist á heimasíðu félagsins.
Meira

Ekki gleyma að kjósa!

Kosning um Mann ársins á Norðurlandi vestra fer nú fram á Feyki.is og hefur þátttaka verið með ágætum. Við minnum á að kosningu lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag. Það er því enn möguleiki að varpa atkvæði á það mæta fólk sem kosið er um þetta árið.
Meira

Helgi Svanur Einarsson ráðinn sem verslunarstjóri Eyrarinnar á Króknum

Í lok nóvember auglýsti Kaupfélag Skagfirðinga eftir verslunarstjóra fyrir Byggingavöruverslunina Eyrin og hefur Helgi Svanur Einarsson verið ráðinn í starfið og mun hefja störf 2. janúar.  
Meira

Prjónapartý hjá stúdíó Handbendi á Hvammstanga á morgun, 29. desember

Stúdíó Handbendi verður með prjónapartý í húsnæði sínu að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga á morgun, 29. desember, frá kl. 21:00 - 23.59. Aðgangur er ókeypis en alls konar góðgæti er til sölu á staðnum. Það sem gerir þeim kleift að bjóða upp á ókeypis viðburði allt árið um kring hjá Handbendi er veitingasalan og er því um að gera að mæta og njóta samverunnar með annað hvort nýtt eða núverandi prjónaverkefni. 
Meira

Ætlaði að lesa og prjóna meira á árinu

Meira