Kaffibrennslan í Skagafirði fékk hæsta styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Mynd af öllum frumkvöðlunum sem fengu styrk. Mynd tekin af heimasíðu Íslandsbanka.
Mynd af öllum frumkvöðlunum sem fengu styrk. Mynd tekin af heimasíðu Íslandsbanka.

Í byrjun desember tilkynnti Íslandsbanki hvaða frumkvöðlum var úthlutað úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka þetta árið og voru alls 14 verkefni valin. Þau fengu á bilinu eina til fimm milljónir og var heildarupphæð styrkjanna sem afhentir voru 50 milljónir króna. 

Verkefnið Kaffibrennsla í Skagafirði hlaut hæsta styrk sem var úthlutað eða alls 5 milljónir og standa frumkvöðlarnir Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir á Páfastöðum 2 fyrir þessu vefkefni. Þær voru þátttakendur í viðskiptahraðlinum Startup Storm sem SSNV stóð fyrir í samstarfi við SSNE og Eim undir merki Norðanáttar í haust og hlutu einnig styrk úr Uppbyggingasjóði 2022.

Vala og Rannveig hafa verið með kaffi undir merkinu Kvörn sem brennt hefur verið á Stöðvafirði en á döfinni er að setja upp kaffibrennslu á Páfastöðum 2 og framleiða þar gæðakaffi. Þær ætla að feta í fótspor smábrugghúsa með uppbyggingu sem styður við bætta kaffimenningu, nýjungar í framleiðslu, aukið framboð á gæðakaffi, fræðslu og fjölbreytt námskeið sem tengjast kaffi.

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur að markmiði að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja frumkvöðlaverkefni sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Það eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Frá stofnun hefur sjóðurinn styrkt margvísleg verkefni um 215 milljónir króna. Umsóknum hefur fjölgað nokkuð milli ára, voru 90 á síðasta ári en 132 í ár. Fjölbreyttir hópar af landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu standa að verkefnunum en 27 prósent teymanna voru eingöngu skipuð konum, 15 prósent bara skipuð körlum og 58 prósent blönduð. Umsóknartímabil sjóðsins í ár var frá 27. september til 1. nóvember.

Þau verkefni sem fengu styrk í þetta sinn voru: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir