Lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna kulda og mikillar notkunar á heitu vatni þessa dagana hefur verið lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi. Áfram verður heitt vatn í pottunum og þeir opnir, en laugin sjálf verður köld.

Notendur út að austan sem og annars staðar í firðinum eru hvattir til að fara sparlega með heita vatnið í kuldanum. 

Fleiri fréttir