Fréttir

Hefur gaman af því að tala og vera í félagsskap annarra

Arna Lára Jónsdóttir er Vestfirðingur, borin og barnfædd Ísfirðingur, þar sem hún hef búið mest megnið af sínu lífi fyrir utan námsárin í Reykjavík og Kaupamannahöfn. Sambýlismaður hennar er Ingi Björn Guðnason og eiga þau þrjú börn, Hafdísi, sem stundar doktorsnám í efnafræði í Bretlandi, Helenu, sem er í stýrimannaskólanum og Dagur, sem býr enn í foreldrahúsum. Arna er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og tekur nú oddvitasæti Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Heilbrigðisþjónusta utan lögheimilis – Mismunun og kostnaður foreldra

Nú er verið að ganga til kosninga og því vill ég nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðisþjónustu utan lögheimilis, sérstaklega þegar kemur að þjónustu fyrir börn, kostnaður og álag á fjölskyldur sem þurfa að ferðast langar leiðir til að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Kerfið þarf að bæta og tryggja að allar fjölskyldur, óháð búsetu, fái sanngjarna meðferð þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Meira

„Mamma vissi að ég yrði kennari“

Álfhildur Leifsdóttir er oddviti VG í Norðvestur kjördæmi í komandi kosningum. Álfhildur er einstæð móðir 11, 17 og 18 ára snillinga og á að auki einn afar vel heppnaðan tengdason. Hún er frá Keldudal í Skagafirði og ólst þar upp við bústörf en undanfarin ár hefur Álfhildur og fjölskyldan búið á Sauðárkróki. Þar kennir hún við Árskóla og er sveitarstjórnarmaður hjá Skagafirði og óhætt að segja að boltarnir hennar Álfhildar séu fleiri sem hún heldur á lofti.
Meira

Fátt betra en að gleyma sér yfir sentimetrum og millimetrum

Stefán Vagn Stefánsson oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur félagsráðgjafa og á með henni þrjú börn, Söru Líf, Atla Dag og Sigríði Hrafnhildi (Lillu). Tvö barnabörn, Rebekku og Stefán Brynjar (og eitt á leiðinni).
Meira

Vertu sól | Leiðari 44. tbl. Feykis

Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Meira

Fannst tilvalið þegar hún var 14 ára gömul að sauma skírnarkjól

Fanney Rós er fædd og uppalin á Sauðárkróki og býr í Raftahlíðinni með syni sínum, Sebastían Leó. Fanney Rós vinnur í Árskóla og er umsjónarkennari í 3. bekk.
Meira

Enskunemar sóttu Harry Potter heim

Í vetur lagði hópur nemenda frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af stað í heillandi ævintýraferð inn í heim enskra bókmennta og breskrar menningar, allt í gegnum linsu hinna ástsælu Harry Potter sagna.
Meira

Nörd sem elskar að spila tölvuleiki

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er oddviti Pírata í Norðvestur kjördæmi. Ugla er frá Stóra-Búrfelli í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þar sem hún er fædd og uppalin ásamt bræðrum sínum. Hún flutti á Akureyri til að fara í menntaskóla og síðar suður í háskóla. Bjó í Bretlandi um tíma en er núna búsett fyrir sunnan – með annan fótinn heima í sveit. Eins og er þá er hún sjálfstætt starfandi og starfar við fræðslu og ráðgjöf í tengslum við jafnréttismál og sinnir líka fræðslu t.d. hjá Samtökunum ‘78.
Meira

Hressandi að skella sér í sjósund

Ingibjörg Davíðsdóttir er oddviti Miðflokksins frá bænum Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Borgarbyggð, fædd á Akranesi 1970 og á einnig ættir að rekja til Breiðafjarðareyja, Reykhóla og Múla á Barðaströnd. Ingibjörg á eina uppkomna dóttur og á heima í sveitinni og Garðabæ. Hún er sendiherra og stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans. Hefur starfað í utanríkisþjónustunni í ríflega 25 ár, meðal annars sem sendiherra Íslands í Noregi, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum ásamt því að starfa í sendiskrifstofum Íslands í Genf, Vínarborg og London. Ingibjörg tók sér leyfi frá utanríkisþjónustunni í fyrra og stofnaði Íslenska fæðuklasann.
Meira

Það sem maður veitir athygli vex og dafnar

Það er margt í mörgu, sagði einhver einhverntímann, og hitti þar mögulega naglann rækilega á höfuðið. Greinarskrifari rak nýlega augun í viðburði í sveitinni sem komu honum svolítið spánskt fyrir sjónir; Kakóstund og 9D BreathWork. Það er Þóra Kristín Þórarinsdóttir frá Frostastöðum í Blönduhlíðinni sem stendur að baki þessum viðburðum. Það var ekkert vit í öðru en að kynna sér málið aðeins og senda Þóru nokkrar spurningar og rétt að byrja á því að spyrja hvað hún sé að gera þessa dagana.
Meira