V-Húnavatnssýsla

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Skagfirðingamótið haldið í frábæru golfveðri í Borgarnesi

Laugardaginn 10. ágúst var glatt á hjalla á Hamri í Borgarnesi en þá fór fram 26. Skagfirðingamótið í frábæru golfveðri, logn og smá væta. Alls gátu 96 einstaklingar tekið þátt og var kominn biðlisti þegar styttist í mót en enginn forfallaðist og komust því færri að en vildu þetta árið, þar af voru 57 karlmenn og 39 kvenmenn.
Meira

Húnvetningar nældu í gott stig í Garðabænum

Lið Húnvetninga heldur áfram að pluma sig býsna vel í 2. deildinni en í dag heimsóttu þeir Garðbæinga í liði KFG. Litlu munaði á liðunum fyrir leik, lið Kormáks/Hvatar stóð þá tveimur stigum betur, og sá munur breyttist ekki í dag þegar liðin gerðu sitt hvort markið. Stigið dugði hins vegar til að færa lið Húnvetninga upp um sæti, eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig þegar fimm umferðir eru eftir.
Meira

Mugison í Sauðárkrókskirkju í kvöld

Mugison er nú staddur í rúmlega hálfnuðu kirkjumaraþoni og í kvöld er það Sauðárkrókskirkja en hún er númer 55 í röðinni af 100 kirkju tónleikum í 100 póstnúmerum fyrir jól hjá meistara Mugison. 
Meira

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira

Dagskrá fyrstu daga FNV nú á haustönn

Nú á næstu dögum fara skólarnir að byrja og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er búinn að gefa út upphaf haustannarinnar á heimasíðu sinni fnv.is. Hér að neðan er hægt að nálgast allar upplýsingarnar.
Meira

Veðurspáin full af gráma næstu dagana

Ekki er útlit fyrir að Veðurstofan splæsi á okkur Norðvestlendinga fallegu sumarveðri næstu daga. Það kólnar nokkuð og reikna má með vætutíð en við getum þó huggað okkur við að vindur verður í rólegri kantinum. Miðað við spár þá gæti sést til sólar upp úr miðri viku og þá gæti hitinn farið yfir tíu stig en það verður sennilega skammgóður vermir.
Meira

Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.
Meira

Fótboltavöllurinn á leikskólanum Ársölum fær yfirhalningu

Það var orðið löngu tímabært að laga litla fótboltavöllinn á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki því krakkarnir sem þar eru eru mjög duglegir að nota völlinn. Þarna hafa margir ungir og efnilegir krakkar sparkað í sinn fyrsta fótbolta og þó hann fái reglulegt viðhald þá verður hann fljótt holóttur og ljótur þegar blautt er í veðri.
Meira

Ungir og efnilegir félagar úr GSS á Íslandsmóti í höggleik sem byrjar í dag

Gaman er að segja frá því að um helgina eru nokkrir ungir golfiðkendur frá GSS að keppa á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Keppt er í nokkrum flokkum og í flokki 12 ára og yngri, sem fram fer á Nesvelli hjá Nesklúbbnum í Reykjavík, keppa þeir Sigurbjörn Darri Pétursson og Brynjar Morgan Brynjarsson og hefja báðir leik nú í morgunsárið. Þeir spila níu holur í dag, laugardag og sunnudag. Þá er Gígja Rós Bjarnadóttir í flokki 13-14 ára stúlkna og mun hefja leik í hádeginu í dag, föstudag, og spilar 18 holur, föstudag, laugardag og sunnudag.
Meira