V-Húnavatnssýsla

Karlakórar í eðli sínu íhaldssöm fyrirbæri

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði laugardagskvöldið 28. desember næstkomandi. Feykir heyrði í Atla Gunnari Arnórssyni formanni kórsins til þess að forvitnast um það hvernig undirbúningur gengi og hvað yrði á boðstólunum á tónleikunum að þessu sinni.
Meira

Sögumaður gefur út sögu

Magnús Ólafsson gaf nýverið út bókina Öxin, Agnes & Friðrik sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi sem framkvæmd var á Þrístöpum í landi Sveinsstaða í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hafði samband við Magnús og forvitnaðist aðeins um nýútkomna bók og lífið
Meira

Húnabyggð hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu við Þrístapa

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2024 koma í hlut Húnabyggðar fyrir uppbyggingu við Þrístapa en verkefnið var á höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður og þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi. Aftakan fór fram þann 12. janúar 1830 þegar þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin. Sagan hefur verið vinsælt viðfangsefni, bæði í skáldsögum og kvikmynd, eins og Húnvetningar flestir þekkja, segir á huni.is. 
Meira

Gul veðurviðvörun!

Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á slæmri veðurspá næstu daga. Gul veðurviðvörun tók gildi kl.04.00 í nótt, aðfaranótt þorláksmessu, og er til 10.00 í dag. Aftur brestur á með gulri viðvörun kl.19.00 í kvöld og er fram á aðfaranótt aðfangadags. Suðaustan 15-23 m/s með vindhviðum allt að 35-40 m/s við fjöll. Sum sé varasamt ferðaveður á milli landshluta.
Meira

„Þótti jafn sjálfsagt í uppvextinum að prjóna eins og að draga andann“

Jóhanna Erla Pálmadóttir býr að Akri í Húnabyggð ásamt syni sínum Pálma. Helga dóttir hennar er kennari í Reykjavík og býr þar. Gunnar maður hennar Jóhönnu lést frá þeim er mjög mjúk og þelmikil. Jóhanna er textílkennari frá Kaupmannahöfn en þar bjó fjölskyldan í sjö ár á níunda áratugnum. Jóhanna er verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands í Kvennaskólanum á Blönduósi og sinnir tóvinnukennslu, umsjón með listamönnum sem dvelja hjá þeim og sinnir líka ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum. Jóhanna telur sig vera stoltan atvinnuprjónara og selur prjónlesið sitt mest í Ullarselinu á Hvanneyri. Þar var Jóhanna verkefnastjóri þegar það var stofnað árið 1992 og nokkur ár til viðbótar. Frá upphafi hefur textíll verið viðloðandi í lífi Jóhönnu, enda þótti það vera jafn sjálfsagt í hennar uppvexti að prjóna eins og að draga andann.
Meira

Elísa Bríet er íþróttamaður ársins hjá USAH

Elísa Bríet Björnsdóttur, fótboltakona frá Skagaströnd, var í gær kjörin íþróttamaður ársins 2024 hjá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Kjörinu var lýst við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Elísa leikur með meistaraflokki Tindastóls. Hún gerði fyrr á árinu þriggja ára samning við félagið og hefur staðið sig frábærlega, segir á huni.is
Meira

María Dögg Jóhannesdóttir Íþróttamaður Skagafjarðar

Árleg uppskeruhátíð UMSS var haldin hátíðleg fimmtudagskvöldið 19. desember í Húsi frítímans að viðstöddu margmenni. Þar voru veitt hvatningarverðlaun fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, styrkir veittir úr Afrekssjóði UMSS og landsliðsfólki UMSS veittar viðurkenningar. Hápunktur hátíðarinnar var þegar lið ársins, þjálfari ársins og íþróttamaður ársins voru tilkynnt og að þessu sinni var kvennalið Körfuknattleiksdeildar Tindastóls valið lið ársins. Finnbogi Bjarnason var valinn þjálfari ársins og Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2024 er María Dögg Jóhannesdóttir frá Knattspyrnudeild Tindastóls en hún hefur leitt lið Tindastóls í efstu deild þar sem Tindastóll er komið til að vera.
Meira

Húnaþing vestra tekur þátt í rafrænu geðheilsuátaki

Húnaþing vestra hefur gert samkomulag við Mental ráðgjöf um þátttöku í rafrænu geðheilsuátaki sem nær til starfsfólks sveitarfélagsins. Á vefnum huni.is segir að sveitarfélagið sé fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að taka rafræna átakið í notkun, að því er segir á vef þess. Með þátttökunni vill það sýna skýra skuldbindingu sína til að setja geðheilbrigði á vinnustað rækilega á dagskrá með því að auka vitund og veita fræðslu um geðheilbrigði fyrir allt starfsfólks sveitarfélagsins. Hjá Húnaþingi vestra starfa um 115 manns á níu starfsstöðvum.
Meira

Höfðinglegur styrkur Gæranna á árinu

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga er mörgum af góðu kunnur. Hann er rekinn af Gærunum, vöskum hópi kvenna sem hafa lagt áherslu á að gefa aftur út í samfélagið til hinna ýmsu framfaramála þann ágóða sem er af rekstri markaðarins. Slagorð þeirra er „Eins rusl er annars gull“. Eru það orð að sönnu því á árinu sem er að líða gáfu þær líkt og fyrri ár gjafir til stofnana sveitarfélagsins af miklum rausnarskap, segir á heimasíðu Húnaþings vestra. 
Meira

Þreifingar um sameiningu verkalýðsfélaga

Þrjú af stærri verkalýðsfélögum á Norðurlandi vestra hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu. Um er að ræða Samstöðu, Ölduna og Verslunarmannafélag Skagafjarðar. Stjórnir félaganna funduðu sameiginlega á Blönduósi 4. desember síðastliðinn og þar var ákveðið að bjóða Iðnsveinafélagi Skagafjarðar að taka þátt í umleitunum.
Meira