Húnaþing vestra tekur þátt í rafrænu geðheilsuátaki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.12.2024
kl. 09.15
Húnaþing vestra hefur gert samkomulag við Mental ráðgjöf um þátttöku í rafrænu geðheilsuátaki sem nær til starfsfólks sveitarfélagsins. Á vefnum huni.is segir að sveitarfélagið sé fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að taka rafræna átakið í notkun, að því er segir á vef þess. Með þátttökunni vill það sýna skýra skuldbindingu sína til að setja geðheilbrigði á vinnustað rækilega á dagskrá með því að auka vitund og veita fræðslu um geðheilbrigði fyrir allt starfsfólks sveitarfélagsins. Hjá Húnaþingi vestra starfa um 115 manns á níu starfsstöðvum.
Meira