V-Húnavatnssýsla

Skotfélagið Markviss með sitt fyrsta Viking Cup mót

Um verslunarmannahelgina fór fram fyrsta "Viking Cup" mótið í Norrænu Trappi. Um er að ræða keppni milli Skotfélaganna Markviss og Eysturskot frá Færeyjum. Hugmyndin að mótinu kviknaði í spjalli milli tveggja félagsmanna úr sitthvoru félaginu fyrir nokkru síðan og varð loks að veruleika nú í ár.
Meira

Orkusetur Orkustofnunar auglýsir eftir styrkumsóknum

Athygli er vakin á styrkjamöguleika til kaupa á sólarsellum hjá Orkusetri Orkustofnunar. Um samkeppnissjóð er að ræða, við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur aldrei meira en 50% af efniskostnaði.
Meira

Sjö einstaklingar fá úthlutað úr Húnasjóði

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á 1220. fundi byggðarráðs sem fram fór 6. ágúst sl. voru styrkveitingar úr Húnasjóði árið 2024 ákvarðaðar. Alls bárust 7 umsóknir sem allar uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Til ráðstöfunar í ár voru kr. 600 þúsund sem skiptast á milli umsækjenda svo í hlut hvers koma kr. 85 þúsund.
Meira

Opin golfkennsla á Hlíðarendavelli nk. sunnudag - komdu og prófaðu!

Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst, verður opin golfkennsla á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki frá kl 12:00-14:00. PGA golfkennaranemar frá Norðurlandi munu sjá um kennsluna og verður í boði bæði púttkennsla á æfingagríni og sveiflukennslu á æfingasvæðinu.
Meira

Húnaþing vestra áformar að ljósleiðaravæða þéttbýli sveitarfélagsins

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að sveitarfélagið áformi að taka tilboði háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli sveitarfélagsins sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Sjá nánar hér. En áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi atriði:
Meira

Rúður brotnar og tæki skemmd

Eignaspjöll voru unnin í Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Rúður voru meðal annars brotnar í nýja hluta skólans þar sem eldhúsið er og skemmdir unnar á tækjum. Líklega er um milljóna króna tjóna að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og óskar eftir ábendingum um mannaferðir við grunnskólann frá klukkan 15 í gær til klukkan sjö í morgun, segir á huni.is.
Meira

Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga á morgun

Veðurstofan hefur smellt gulri veðurviðvörun á Strandi og Norðurland vestra frá miðnætti og fram yfir miðjan dag á morgun. Spáð er norðaustan hvassviðri vestantil á svæðinu og spáin gerir sömuleiðis ráð fyrir vondu veðri á annesjum. Skaglegra veður ætti að verða inn til landsins þar sem reiknað er með að vindur verði um eða undir 10 m/sek og hitinn alla jafna á bilinu 10-15 gráður.
Meira

Ásdís Aþena gefur út lagið Adriana

Það er alltaf fjör á Spotify og þá ekki hvað síst á föstudögum þegar ný lög festast á Spottann. Í gær kom út nýtt lag með hæfileikabúntinu Ásdísi Aþenu frá Hvammstanga en lagið kallast Adriana og er hressilegt og grípandi.
Meira

Kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi um helgina

Húsfreyjur á Vatnsnesi láta hendur standa fram úr ermum og skella í gómsætt og fjölbreytt kaffihlaðborð í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina. Þeir sem hyggjast gera vel við bragðlauka sína geta gefið þeim lausan tauminn laugardaginn 3. ágúst og sunnudaginn 4. ágúst en tekið verður á móti gestum á milli kl. 13 og 17 báða dagana.
Meira

Haukar sýndu Húnvetningum harla litla gestrisni

Aðdáendur Kormáks/Hvatar þráðu sæta hefnd í Hafnarfirði þegar Húnvetningar heimsóttu Hauka sl. miðvikudagskvöld. Þeim fannst Haukar ekki hafa átt skilið jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi og nú átti að leiðrétta. Hvort óskirnar hafi ekki skilað sér til leikmanna skal ósagt látið en niðurstaðan varð sú að Hafnfirðingar sýndu litla gestrisni og sendu Húnvetninga heim með 5-1 tap á bakinu.
Meira