V-Húnavatnssýsla

Hátt í helmingi fleiri laxar veiðst í Miðfjarðará í ár en í fyrrasumar

Húnahornið segir frá því að Miðfjarðará ber höfuð og herðar yfir húnvetnskar laxveiðiár en síðustu sjö daga hafa veiðst rúmlega 210 laxar í ánni á tíu stangir, sem samsvarar þremur löxum á stöng á dag. Heildarveiðin er komin í 1.701 lax en á sama tíma í fyrra var hún um 890 laxar og vikuveiðin 107 laxar. Líklega mun veiði í ánni tvöfaldast í sumar miðað við fyrrasumar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins en fyrir ofan hana eru Þverá/Kjarrá með 1.909 laxa og Ytri-Rangá með 2.536 laxa.
Meira

Smalahundakeppni í Vatnsdal um helgina

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda nú um helgina og fer keppnin fram á Ási í Vatnsdal. Keppt verður í unghundaflokki, A-flokki og B-flokki. Keppni hefst klukkan 10 bæði laugardag og sunnudag.
Meira

Farskólinn óskar eftir umsóknum frá bændum/smáframleiðendum til að sækja Terra madre matarhandverkssýningu

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra í samstarfi við ERASMUS+, styrkjaáætlun ESB, mun fara í ferð til Ítalíu á Terra madre matarhandverkssýninguna, sem haldin verður 26.-30. september, með allt að 20 þátttakendur. Forgang í ferðina hafa þeir bændur/smáframleiðendur sem hafa verið að framleiða vörur og sækja námskeið Farskólans á undanförnum misserum og árum og hafa sýnt að þeim er alvara í því að þróa og selja vörur af svæðinu.
Meira

Gul veðurviðvörun til miðnættis í kvöld

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og víðar en á vedur.is segir að talsverð eða mikil rigning sé, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Veðurviðvörunin gildir til miðnættis í kvöld og mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni, ferðamenn ættu að forðast brattar fjallshlíðar.
Meira

Opnað fyrir umsóknir í STARTUP STORMUR

Á vef SSNV segir frá því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.
Meira

Vonir um sólskin í næstu viku – en fyrst rignir

Veðrið hefur ekki farið á neinum sérstökum gleðikostum síðasta mánuðinn hér á Norðurlandi vestra og fáir dagar sem hafa fært fólki sanna sumargleði. Eitthvað virðast þó horfur vera betri framundan og sólin óvenju oft í veðurkortum næstu viku og talsverðar líkur á að hitastigin gæli við tveggja stafa tölur til tilbreytingar. Fram að helgi munu veðurguðirnir þó láta vatnsdæluna yfir okkur ganga og vinda yfir okkur síðustu dropana í bili um helgina.
Meira

Stefnir í naglbíta í botnbaráttu 2. deildar

Það var mikilvægur leikur í neðri hluta 2. deildarinnar í knattspyrnu á Blönduósi í gær en þá tók Kormákur/Hvöt á móti liði Ægis úr Þorlákshöfn. Fyrir leik voru heimamenn sæti og stigi ofar en lið Ægis en nú þegar langt er liðið á tímabilið er hvert stig dýrmætt í botnbaráttunni. Það voru því miður gestirnir sem gerðu eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og skelltu sér upp fyrir Húnvetninga í deildinni og talsverð pressa nú komin á lið Kormáks/Hvatar.
Meira

Vindur í eigu þjóðar | Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu.
Meira

Veðrið setti strik í Vatnsdæluhátíð í Húnaþingi

Vatnsdæluhátíð sem fram fór síðastliðna helgi var heldur illa sótt enda veðurspáin fyrir helgina vægast sagt slæm og ekki reyndist bara um spá að ræða heldur rættist hún og óhætt að segja að kuldinn og vætan um helgina hafi verið með mesta móti.
Meira

Listasýning Yukiko Teranda haldin 27. ágúst

Listasýningin "A view from the other side" er ný sýning eftir textíllistakonuna Yukiko Teranda sem verður haldin þriðjudaginn 27. ágúst 2024 milli kl. 14:00 - 16:00 í Bílskúrsgallerýinu við Kvennaskólann á Blönduósi.
Meira