V-Húnavatnssýsla

Hjólhýsabruni á Löngumýri, Skagafirði

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Löngumýri í Skagafirði í dag. Samkvæmt Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann kl. 10:59 og var allt tiltækt lið frá Sauðárkróki kallað út. Við komu viðbragðsaðila á staðinn var hjólhýsið gjörónýtt og til happs var að enginn var í hjólhýsinu þegar eldur kom upp. Þá voru engin mannvirki nálægt og gróður í kringum hjólhýsið blautt og iðagrænt og náði því eldurinn ekki að breiðast meira út áður en slökkvibíllinn kom á staðinn.  
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Norðanpaunk haldið í 10. sinn um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 10. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Á vefnum huni.is segir að áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Engin breyting verður á því í ár. Allt skipulag Norðanpaunks er í höndum sjálfboðaliða sem samanstanda af hljómsveitameðlimum og gestum hátíðarinnar.
Meira

Emanuel og Alejandro hækka hitastigið í Húnavatnssýslum

Einhverjar mannabreytingar eru í gangi hjá liði Kormáks/Hvatar þessa dagana. Spánski miðjumaðurinn Jorge Garcia Dominguez ákvað á dögunum að halda heim á leið og því hefur stjórn Kormáks Hvatar haft hraðar hendur með að fá inn nýjan mann í hans stað. Sá heitir Emanuel Nikpalj og hefur áður leikið hér á landi, síðast með Þór frá Akureyri árið 2020 í Lengjudeildinni, segir í frétt á Aðdáendasíðunni góðu.
Meira

Helga Margrét heimsmeistari í Kínaskák

Í dag er síðasti dagskrárdagur Elds í Húnaþingi og þar hefur verið bryddað upp á einu og öðru. Nú á föstudaginn fór heimsmeistaramótið í Kínaskák til að mynda fram á Hvammstanga en metþátttaka var í mótinu því alls tóku 80 manns þátt. Það eru meira en helmingi fleiri þátttakendur en í fyrra og kom mótshöldurum í opna skjöldu svo að opna varð inn í annan sal.
Meira

Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira

Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd hjá Skagafirði

Á vef Skagafjarðar segir að Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.
Meira

Forvarnaráætlun fyrir leik/grunn og framhaldsskóla á Norðurlandi vestra

Félags- og skólaþjónusta Austur-Húnvetninga fékk styrk upp á fjórar milljónir frá Sprotasjóði Rannís í maí 2023 til að vinna að forvarnaráætlun fyrir börn á leik/grunn og framhaldsskólaaldri. Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaáætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla myndi að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu. Forvarnir eru til alls fyrst og er áætlunin öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Meira

Frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 28. júlí

Í tilefni af hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem haldin er þessa dagana verður frítt inn á Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 28. júlí. Safnið er opið milli kl. 9-17 og er staðsett á Reykjum í Hrútafirði í Húnaþingi vestra, tæpum kílómeter frá þjóðvegi eitt og leggur safnið áherslu á líf og störf fólks og síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20.
Meira