V-Húnavatnssýsla

Jólafeykir 2024 kom út sl. miðvikudag

Í þessari viku kom Jólablaðs Feykis út en undanfarin ár hefur honum verið dreift inn á öll heimili á Norðurlandi vestra. Í ár var hins vegar tekin sú ákvörðun að dreifa honum í blaðaformi einungis til áskrifenda en bjóða upp á frían aðgang að JólaFeyki á netinu. JólaFeykir er þetta árið 40 síður, stútfullt af fjölbreyttu efni, auglýsingum og jólakveðjum. 
Meira

Finnbogi Bjarnason er reiðkennari ársins 2024

Menntanefnd LH auglýsti eftir tilnefningum fyrir netkosningu á reiðkennara ársins 2024 um miðjan nóvember en kosningunni lauk á miðnætti sunnudaginn 24. nóvember. Þrír einstaklingar fengu tilnefningu og voru það Bergrún Ingólfsdóttir, Finnbogi Bjarnason og Sindri Sigurðarsson. Sigurvegarinn var svo tilkynntur á menntadegi A – landsliðsins, laugardaginn 30. nóvember,  og var það Finnbogi Bjarnason sem var valinn reiðkennari ársins 2024. 
Meira

18 dagar til jóla

Er ekki kominn tími til að telja niður til jóla.... mér finnst það allavega. Það er föstudagur og jólaþema í vinnunni og ég sit fyrir framan tölvuna í jólapeysu og jólasokkum eru ekki fleiri sem eru með jólaþema í vinnunni sinni í dag?
Meira

Arnar Már og Kristín undirrita samninga um styrki

Á vef Stjórnarráðsins segir að Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar og Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar undirrituðu í fyrradag samninga um styrki vegna óstaðbundinna starfa. Annars vegar er um ræða starf sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsins á Húsavík og hins vegar starf sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga. Samningarnir voru undirritaðir á Húsavík. 
Meira

Sigurlína Erla valin félagi ársins 2024

Um miðjan nóvember fór fram netkosning um félaga ársins hjá Landssambandi Hestamanna en þessi viðurkenning er hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og var það svo í höndum félagsmanna að kjósa hver yrði valinn sem félagi ársins. Þeir einstaklingar sem voru tilnefndir voru Kristín Thorberg - Funa, Ragnheiður Þorvaldsdóttir - Herði og Sigurlína Erla Magnúsdóttir - Skagfirðingi.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Karólína í Hvammshlíð var kjörin maður ársins fyrir árið 2023 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2024.
Meira

Við þökkum traustið

Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu.
Meira

Lionsklúbburinn Bjarmi afhendir styrk

Linonsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga afhenti formlega á fundi þann 4. desember Brunavörnum Húnaþings vestra 400 þúsund króna styrk til búnaðarkaupa.
Meira

Húnaþing vestra og Dalabyggð ræða mögulega sameiningu

Á fréttavefnum huni.is segir að samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og fjallað um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns. Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sé síðan þreifingar um málið hófust og að það verði tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga í dag.(var í gær)
Meira

Fyrirlestur um fornleifarannsóknir í Hjaltadal

Laugardaginn 7. desember kl. 14:00 verður haldinn fyrirlestur í aðalbyggingu Háskólans á Hólum um frumniðurstöður fornleifarannsóknar sem farið hefur fram í Hjaltadal undanfarin fjögur sumur.
Meira