V-Húnavatnssýsla

Fást engin svör | Hjörtur J. Guðmundsson

Margítrekaðar tilraunir til þess að reyna að fá skýringar á því hvers vegna stjórnvöld ákváðu skyndilega að hætta að halda uppi vörnum gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur krafizt þess að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar innlendri lagasetningu, hafa engan árangur borið. Vörnum var haldið uppi í áratug þar til því var allt í einu hætt fyrir um tveimur árum síðan. Eina skýringin virðist vera sú að nýr utanríkisráðherra tók við embætti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025.
Meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.
Meira

Um 50 manns sóttu íbúafund í Félagsheimilinu Hvammstanga

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að þann 17. september sl. var haldinn fjölsóttur íbúafundur í Félagsheimilinu Hvammstanga. Fundarefnið var uppbygging samfélagsmiðstöðvar í húsinu en verkefnið hefur verið í þróun um nokkurt skeið. Um 50 manns komu til fundarins og unnu í hópum að því að setja fram hugmyndir um hvað ætti að vera í húsinu, hvernig nýta ætti rými hússins, hvað samfélagsmiðstöðin ætti að heita o.s.frv.
Meira

Húnabyggð hvetur íbúa til þátttöku í heilsudögum

Íbúar Húnabyggðar eru hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í viðburðum sem boðið verður upp á. Heilsudagarnir byrjuðu í gær og standa til mánudagsins 30. september.
Meira

Elskar að prjóna heimferðarsett þegar von er á litlum krílum

Hulda, eins og hún er alltaf kölluð er hjúkrunarfræðingur og tanntæknir og býr á Sauðárkróki. Maki hennar er Ingimundur K. Guðjónsson tannlæknir og Hulda starfar á tannlæknastofunni með honum. Þau eiga saman fimm börn sem öll eru flutt úr hreiðrinu og tíu barnabörn.
Meira

Metfjöldi nemenda í sögu skólans

Á þessari haustönn hófu 800 nemendur nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að fjarnemum meðtöldum og er þetta metfjöldi í sögu skólans. Skólinn býður upp á afar fjölbreytt nám bæði bóklegt og verklegt. Boðið er upp á fimm námsbrautir til stúdentsprófs, sex iðnnámsbrautir og sex starfsnámsbrautir auk starfsbrautar. Það nýjasta í þessum efnum er nám í bifvélavirkjun, rafveituvirkjun og kvikmyndagerð. Feykir hafði samband við Þorkel V. Þorsteinsson, Kela, aðstoðarskólameistara FNV og lagði fyrir hann örfáar spurningar.
Meira

Ljósleiðaravæðing landsins undirrituð

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra staðfestu í gær samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort, og þá hvenær, mörg þúsund lögheimili í þéttbýli um land allt munu eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.
Meira

Á himni lækkar sólin

Ekki getum við kvartað undan veðrinu í dag! Eftir talsverðan veðurhasar síðustu vikur þar sem skipst hafa á skin og skúrir – en þó aðallega skúrir – þá virðast rólegheitin ætla að verða aðal heitin næstu daga. Vindurinn virðist hafa lagst til hvíldar, í það minnsta kominn í langt helgarfrí, en hitastigið næstu fjóra daga virðist eiga að rokka á milli 0-10 gráður að meðaltali.
Meira

Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjár­málaráðherra kynnti það und­ir yf­ir­skrift­inni „Þetta er allt að koma“. Af frum­varp­inu má ráða að við eig­um að bíða frek­ari áhrifa stýri­vaxta Seðlabank­ans og vona að verðbólgu­mark­miði bank­ans um 2,5% ár­lega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt mark­visst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og pen­inga­magni í um­ferð né til að mæta mik­illi eft­ir­spurn eft­ir hús­næði á viðráðan­legu verði á tím­um for­dæma­lausr­ar íbúa­fjölg­un­ar.
Meira