V-Húnavatnssýsla

Tveir þriðju félaga í Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra mættu á blót

Það er líf og fjör á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og nú um liðna helgi gaf að líta nokkrar myndir af prúðbúnum eldri borgurum á þorrablóti félagsins. Feykir spurði Guðmund Hauk Sigurðsson, formann félagsins, út í hvernig til hefði tekist og svaraði hann því til að 115 af 180 félögum hafi mætt á blótið. Ræðumaður kvöldsins var Helgi Björnsson í Huppahlíð en Rafn Benediktsson, formaður þorrablótsnefndar, stýrði samkomunni.
Meira

Húnabyggð mótmælir harðlega skerðingu byggðakvóta

Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem orðið hefur á byggðakvóta til sveitarfélagsins og til nágrannasveitarfélaga síðustu ár. Samkvæmt úthlutun matvælaráðuneytisins fær Húnabyggð 15 þorskígildistonn af byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025 en við það bætist eftirstöðvar á úthlutun fyrra árs þannig að ráðstöfunin á yfirstandandi fiskveiðiári er samtals 19,2 tonn. Húnabyggð hefur síðustu ár fengið 15 tonn úthlutað segir á huni.is.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd tekur við rekstri Tónlistarskóla A-Hún

Á heimasíðu Sveitarfélags Skagastrandar segir að nú um áramótin hafi verið breyting á rekstri Tónlistarskóla Austur Húnvetninga. Áður hafi hann verið rekinn af byggðasamlagi Húnabyggðar og Skagastrandar en er nú rekinn eingöngu af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Skólinn mun áfram þjónusta sama starfssvæði og rekstur fer fram með mjög svipuðum hætti.
Meira

Gula viðvörunin nær aðeins fram á morgundaginn

Í gærmorgun var gul veðurviðvörun fyrir allt landið um helgina en eitthvað hefur útlitið breyst. komin appelsínugul viðvörun á sumum landsvæðum í dag og fram yfir hádegi á morgun. Það er helst Breiðafjörðurinn sem fær þennan skell en í dag verður einnig bálhvasst á miðhálendinu og suðausturlandi. Gul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra kl. 16 í dag og stendur til kl. fimm í nótt – annars er helgin litlaus á svæðinu þegar kemur að viðvörunum.
Meira

Kynning á niðurstöðum umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima

Þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem niðurstöður umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima í Dalabyggð verða kynntar.
Meira

Gul veðurviðvörun yfir alla helgina

Það er boðið upp á gula veðurviðvörun á Vestur-, Suðvesturlandi og miðhálendinu í dag. Norðurland vestra virðist sleppa nokkuð vel en þó gæti hvesst nokkuð í Húnavatnssýslunum. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu öðru hvoru, segir í veðurspá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag, en snýst í suðvestan 8-13 með stöku éljum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 18-25 og dálítil rigning á morgun en hiti 3 til 10 stig.
Meira

BBQ rif og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2024, voru Eyrún Helgadóttir og eiginmaður hennar Bjarni Kristmundsson. Eyrún og Bjarni eru bændur á Akurbrekku en Eyrún er einnig nuddfræðingur og Bjarni alltmuligman. Þau fluttu á Akurbrekku lok árs 2023 en bjuggu áður á Borðeyrarbæ og eru búin að koma sér vel fyrir með 420 kindur, ellefu hænur og einn hund á bænum.
Meira

Lífið er núna dagurinn er á morgun

Í tilefni af Vitundarvakningu Krafts verður Lífið er núna dagurinn haldinn hátíðlega fimmtudaginn 30. janúar. „Þennan dag hvetjum við almenning og fyrirtæki í landinu til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar“, segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburða- og þjónustustjóri Krafts.
Meira

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga undirritaðir

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga til fimm ára (2025-2029) voru undirritaðir í gær. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir byggðir landsins en verkefnið byggir á tólf ára sögu.
Meira

Hvalreki í Guðlaugsvík í Húnaþingi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti nú í upphafi vikunnar að fylgja eftir tilkynningu um hvalreka í Guðlaugsvík á Ströndum en víkin er rétt sunnan umdæmamarka lögreglustjórans á Vestfjörðum og Norðurlands vestra við minni Hrútafjarðar vestan megin. Um var að ræða hræ af búrhval, um 14 metra langt. Í tilkynningu á Facebook-síðu LNV segir að til samanburðar megi áætla að þrjár Tesla Y bifreiðar séu nokkurn veginn jafnlangar séu þær samsíða hvalnum,
Meira