V-Húnavatnssýsla

Sexan stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk er hafin

Í gær, 3. febrúar, var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins. Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem láta sig heilsu og velferð ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsueflandi grunnskóli, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð mennta- og skólaþróunar og RÚV.
Meira

Lífshlaupið hefst á morgun, 5. feb. - Verður þinn vinnustaður, skóli eða hreystihópur með?

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 21,4 mínútur daglega. Í Lífshlaupinu er miðað við 30 mín á dag fyrir 16 ára og eldri.
Meira

Skáksamband Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu á Blönduósi í sumar

Skáksamband Íslands ætlar að halda upp á 100 ára afmælið sitt á Blönduósi í sumar en sambandið var stofnaði í gamla spítalanum á Aðalgötu 7 í gamla bænum á Blönduósi þann 23. júní árið 1925. Í fundargerð atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar segir að viðburðurinn verður mjög stór og mun ná yfir tæpar tvær vikur, eða 12. - 22. júní. Teflt verður út um allan bæ og ýmiskonar viðburðir verða haldnir sem tengjast skák og sögu taflmennskunnar á Íslandi.
Meira

Bullandi óánægja með endurhönnun leiðakerfis Strætós

Vegagerðin á og rekur landsbyggðarstrætó og þar hefur verið unnið að endurhönnun leiðakerfisins. Það er hins vegar óhætt að segja að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru hafa ekki fallið í kramið hjá fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra enda virðist sem svo að hugmyndirnar feli einkum í sér minni þjónustu. Byggðarráð Skagafjarðar skorar á innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson frá Flokki fólksins, að taka málið til skoðunar enda ákvörðun Vegagerðarinnar „...í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt.“
Meira

Gottveður.is er vísir að nýjum vef Veðurstofunnar

Áhugafólk um veður og veðurspár ætti að vera kátt með nýja vefsíðu Veðurstofunnar – gottvedur.is – sem tekin var í notkun í gær. Í raun er um að ræða fyrsta hluta af nýjum vef Veðurstofunnar en vefurinn er enn í þróun og mun færast undir vedur.is þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur. Reikna má með að íbúar í þéttbýli fagni því að veðri í helstu bæjum og þéttbýliskjörnum landsins er gert hátt undir höfði á nýja vefnum.
Meira

Illviðri og úrkoma í kortunum upp úr miðri viku

Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði hafa verið opnaðar fyrir umferð en þeim var lokað í nótt vegna veðurs og færðar. Flestallir vegir á Norðurlandi vestra eru því færir en víða má reikna með hálku eða hálkublettum. Lægðagangur verður viðvarandi út vikuna með tilheyrandi úrkomu og hvassviðri. Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra frá kl. 15 á morgun, miðvikudag, og fram á miðjan fimmtudag.
Meira

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Meira

Fyrirliðinn Acai áfram með Kormáki/Hvöt

„Þau gleðitíðindi bárust að norðan með seinni rútunni að fyrirliði Kormáks Hvatar, Acai Nauset Elvira Rodriguez, hefði framlengt samning sinn og myndi leika með liðinu í sumar!.“ Þannig hófst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormáks á Facebook í gærkvöldi en Acai hefur leikið 70 leiki með liði Kormáks/Hvatar á fjórum tímabilum.
Meira

Samningaviðræður þungar og erfiðar

Það er allt útlit fyrir að verkfall kennara skelli á í fyrramálið en um er að ræða 14 leikskóla þar sem verkföllin eru ótímabundin, kennarar sjö grunnskóla fara í verkfall ýmist í þrjár eða fjórar vikur en óljóst er með verkföll í framhalds- og tónlistarstkólum. Líkt og Feykir hefur áður greint frá eru kennarar leikskólans Ársala á leið í verkfall á ný.
Meira

Setið eftir með sárt ennið | Leiðari 4. tbl. Feykis 2025

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Meira