Sexan stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk er hafin
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.02.2025
kl. 10.54
Í gær, 3. febrúar, var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins. Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem láta sig heilsu og velferð ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsueflandi grunnskóli, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð mennta- og skólaþróunar og RÚV.
Meira