V-Húnavatnssýsla

Hljómar kunnuglega ekki satt? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Frumvarpið felur sem kunnugt er í sér að bundið verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn hafi forgang gagnvart innlendri lagasetningu.
Meira

Rafmagnslaust frá Vestfjörðum til Húsavíkur

Rafmagnslaust varð allt frá Vestfjörðum til Húsavíkur um hádegisbilið. Óhappið má rekja til Norðuráls en svo virðist sem óhapp þar hafi aukið þannig álagið á rafkerfi Landsnets að rafmagnið sló út óvenju víða.
Meira

Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu

Sigríði Ingu Viggósdóttur hefur verið ráðin í starf svæðisfulltrúa á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra. Þetta er ein af átta svæðisstöðvum íþróttahreyfingarinnar um allt land.
Meira

Byggðastofnun eykur fjárframlög til Brothættra byggða verulega

Stjórn Byggðastofnunar samþykkti á fundi sínum þann 26. september sl. að veita 135 m.kr. viðbótarfjárframlagi inn í verkefnið Brothættar byggðir til að auka viðspyrnu í byggðarlögum sem eru í vörn. Framlagið skiptist á þrjú ár, 2025-2027.
Meira

Opið hús listafólks

Vissir þú að í samfélaginu okkar eru ótrúlegir listamenn? Allt frá áhugafólki til atvinnulistamanna, þá er mikið af listaverkum að verða til á Norðurlandi. Við vonumst til að listamenn sýni hæfileika sína þann 19. október frá klukkan 16:00- 19:00 í Krúttinu á Blönduósi.
Meira

Kennari frá FNV dæmdi á Worldskills 2024

Hrannar Freyr Gíslason, kennari við tréiðnadeild FNV, fór til Lyon í Frakklandi á dögunum og var einn af dómurum í trésmíði (carpentry) á Worldskills 2024, heimsmeistaramóti iðngreina, sem haldið var daganna 10 til 15 september sl. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem Hrannar Freyr er kennari.
Meira

Brák og Húnaþing vestra auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs

Brák íbúðafélag hses. og Húnaþing vestra stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Brák. Aðspurð hvort það skorti húsnæði í Húnaþingi vestra segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitatstjóri þörfina vera ansi mikla.
Meira

Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 í Húnaþingi vestra voru veittar þann 26. september 2024 á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Árlega veitir sveitarfélagið þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Í frétt á heimasíðu Húnaþings segir að kallað hafi verið eftir tilnefningum íbúa og nefnd vegna umhverfisviðurkenninga, sem skipuð er af sveitarstjórn, sér um valið.
Meira

Ferðaþjónustan, ráðherra ferðamála og þingmenn NV funda á Blönduósi

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofa Norðurlands (MN) standa fyrir opnum fundi og bjóða þingmönnum Norðurlands vestra til samtals um uppbyggingu, ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1. október á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4 á Blönduósi, og stendur á milli kl. 16 og 18. meðfylgjandi er hlekkur Skráning á fundinn!  SAF og MN hvetja leika og lærða til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um ferðaþjónustu í sínu nærsamfélagi.
Meira

Stóru bankarnir hækka vexti á sama tíma um nánast sömu tölur | Bjarni Jónsson skrifar

Þegar stóru bankarnir þrír hækka allir vexti um nánast sömu tölur á sama tíma, vekur það upp áleitnar spurningar um starfsemi þeirra. Vitandi að þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita.
Meira