V-Húnavatnssýsla

Áfram Tinder ... stóll! | Leiðari 2. tbl. Feykis

Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Meira

Ismael Sidibé skrifar undir samning við Kormák/Hvöt

Það er talsvert meira að frétta úr fótboltanum vestan Þverárfjalls en austan þess og svo mikið að gerast á Aðdáendasíðu Kormáks að þar vinna menn í akkorði. Þar hafa verið kynntir til sögunnar allir leikir sumarsins og sagt frá samningum við unga og efnilega knattspyrnumenn í hinu víðfema Húnaþingi. Í gær var síðan sagt frá því að markaskorarinn fílbeiníski, Ismael Sidebé, hafi endurnýjað samning sinn við lið Kormáks/Hvatar.
Meira

Þórhallur Ásmundsson látinn

Þórhallur Ásmundsson, fyrrverandi ritstjóri Feykis til rúmra 16 ára, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 14. janúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö uppkomin börn og þrjú fósturbörn ásamt barnabörnum og barnabarnabörnum. Starfsfólk Feykis sendir hlýjar kveðjur til fjölskyldu Þórhalls og vina.
Meira

Könnunarviðræður milli Húnaþings vestra og Dalabyggðar að hefjast

Í dag fer fram fyrsti fundur í könnunarviðræðum þar sem skoðað verður hvort áhugi sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Sveitarfélögin eru í raun í sitt hvorum landshlutanum en liggja hvort að öðru; Dalabyggð heyrir undir Vesturland en Húnaþing Norðruland vestra. „Tilgangur könnunarviðræðna er að draga fram tækifæri og áskoranir sem í sameiningu felast,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, en Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2025

Alls fengu 63 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra brautargengi samtals að upphæð 60 milljón kr. Á sviði atvinnuþróunar- og nýsköpunar fengu 12 umsóknir styrk samtals upphæð 30 milljónir og á sviði menningar var samþykkt að styrkja 51 umsókn að upphæð 30 milljónir kr. eins og fram kemur á vef SSNV.
Meira

Ásta Ólöf með 21% atkvæða

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðulandi vestra núna í upphafi nýs árs og lauk kosningu á hádegi mánudaginn 13. Janúar sl. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á feykir.is eða senda inn atkvæði, og alls voru það rétt tæplega 1000 manns sem tóku þátt og kusu og að þessu sinni var mjótt á munum, ólíkt því sem var í fyrra þegar Karólína í Hvammshlíð fékk 47% atkvæða.
Meira

Ferðaþjónustufólk kemur saman | Aðalheiður Jóhannsdóttir skrifar

Meira

Holtavörðuheiðin opin á ný eftir lokun vegna vatnavaxta

Töluvert vatnsveður og ekki hvað síst hlýindi hafa haft áhrif á færð nú síðasta sólarhringinn. Þannig má merkja á umferðarkorti Vegagerðarinnar að loka þurfti Holtavörðuheiðinni í nótt þar sem ræsi stíflaðist og bjarga þurfti ferðalöngum eftir að bílar þeirra fóru á kaf við Kattarhrygg. Þá er Vatnsnesvegur að vestanverðu ófær þar sem mikið efni hefur runnið úr veginum. Aðrir vegir eru nú færir og var Holtavörðuheiði opnuð fyrir umferð rétt í þessu.
Meira

Húsin í bænum - Styrkveiting úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra

Húnaþing vestra hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins Húsin í bænum. Þetta kemur fram á vef Húnaþings.Verkefnið gengur út á að setja upp allt að 10 upplýsingaskilti um sögu valinna húsa í elsta hluta Hvammstanga.
Meira

Sú gula mætir á morgun, 15. janúar

Á morgun, milli kl. 16:00 og 22:00, mætir sú gula, öllum til mikillar gleði eða hitt og. Vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði stormur með vindstrengjum eða sunnan og suðvestan 15-25 m/s og vindhviður geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Meira