Kormákur/Hvöt hélt sæti sínu í 2. deild þrátt fyrir tap í lokaumferðinni
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
15.09.2024
kl. 19.07
Það var hart barist í síðustu umferð 2. deildarinnar í tuðrusparkinu í gær. Hvorki hafði gengið né rekið hjá Kormáki/Hvöt í síðustu leikjum og útlitið ekki verulega gott fyrir lokaleikinn; erfiður andstæðingur í Ólafsvík á meðan lið KF spilaði heima á Ólafsfirði gegn Hetti/Huginn sem hafði tapað fimm leikjum í röð og virtust hættir þetta sumarið. Það eina sem spilaði með Húnvetningum var að þeir höfðu stigi meira en lið KF fyrir síðustu umferðina og það reyndist heldur betur mikilvægt þar sem bæði lið töpuðu og bættu því ekki við stigasafnið. Kormákur/Hvöt náði því í raun þeim frábæra árangri að halda sæti sínu í 2. deild og það voru víst ekki margir sem veðjuðu á það fyrir mót.
Meira