V-Húnavatnssýsla

Við erum á allt öðrum stað | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér
Meira

FNV hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Þorkell. V. Þorsteinsson, settur skólameistari, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir hönd FNV, á árlegri viðurkenningarathöfn sem haldin var 3. október sl. 
Meira

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Meira

Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira

Vindmyllur | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Nýlega birtist í Feyki grein eftir Bjarna Jónsson alþingismann og varaformann utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni fjallar um vindmyllur og vindmyllugarða sem koma til með að koma í andlit fólks. Ég get fallist á það að það verði að gæta mikils hófs varðandi uppsetningu á vindmyllum.
Meira

Kvöldopnun á Aðalgötunni í kvöld

Í kvöld verður árlega kvöldopnun hjá fyrirtækjunum á Aðalgötunni á Sauðárkróki og óhætt að segja að það verður margt spennandi í boði.
Meira

Ert þú með lausa skrúfu? | Frá Grófin Geðrækt

Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.
Meira

Efnilegir lagahöfundar í Húnaþingi komnir í úrslit Málæðis

List fyrir alla hefur staðið fyrir listatengdum verkefnum í grunnskólum á Íslandi síðustu ár. Í gær fékk hópur stúlkna í Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra þær fréttir að lag sem þær höfðu samið og sent inn í keppni á vegum Listar fyrir alla hafði verið valið sem eitt af þremur lögum sem keppa til úrslita. Það var Valdimar Gunnlaugsson, tónlistarstjóri húsbandsins í skólanum, sem fékk skemmtilega upphringingu frá Hörpu Rut Hilmarsdóttur, sem ein þeirra sem er í forsvari fyrir List fyrir alla, með þessum fínu fréttum.
Meira

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í Startup Stormi

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Stormi sem hófst 3. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SSNV. 
Meira

Loppumarkaður í Húnabúð

Loppumarkaður verður í Húnabúð á Blönduósi næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl 13:00 til 17:00.
Meira