V-Húnavatnssýsla

Tóku fyrri sláttinn með 3ja daga áhlaupi

Rúnar Aðalbjörn Pétursson, býr í Hólabæ í Langadal ásamt Auði Ingimundardóttur sambýliskonu og börnunum þeirra Pétri Inga og Lilju Björgu. Rúnar er starfandi bóndi með búfræðimenntun og sveinspróf í húsasmíði. Þau búa á blönduðu búi með tæplega 40 mjólkandi kýr og 400 vetrarfóðraðar kindur. Ásamt því vinnur Auður sem ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.
Meira

Æfingar að hefjast hjá Kvennakórnum Sóldís

Næstkomandi þriðjudag þann 10. september kl.17 er fyrsta æfing eftir sumarfrí hjá Kvennakórnum Sóldís.
Meira

Himnastiginn í Vatnsdal stórskemmdist í gær

Það blés ansi hreint hressilega í gær og eitt af því sem fór illa sunnan hvassviðrinu í gær var himnastiginn sem settur var upp á Skúlahól í Vatnsdal í fyrra  og er hann stórskemmdur. Aðeins hluti hans stendur nú eftir á hólnum.
Meira

Aldrei of varlega farið

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir vegfarendum á að ein mesta réttarhelgi ársins sé framundan og þúsundir fjár séu nú á heimleið úr afréttum.
Meira

Gísli Þór á toppnum á metsölulista ljóðabóka

Nýjasta ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Fjarstýringablús í dögun stafrænnar menningar fer vel af stað og er nú í fyrsta sæti metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson.
Meira

Sú gula lætur sjá sig í dag

Já, Veðurstofan er ekkert að djóka með þessa gulu. Hún fær pláss í spánni í dag sem er á þessa leið: „Suðvestan 15-23 m/s með vindhviðum staðbundið að 30-35 m/s, hvassast á Ströndum. Til að forðast foktjón er fólk hvatt til að tryggja lausamuni utandyra. Varasmt ökutækjum, sem verða óstöðug í vindi.“ Við erum semsagt að tala um gula veðurviðvörun.
Meira

Fjallkonuhátíð í Skagafirði

Þann 7. september nk. verður haldin Fjallkonuhátíð í Skagafirði af Þjóðbúningafélagi Íslands í samvinnu við Pilsaþyt í Skagafirði og Annríki- þjóðbúningar og skart í Hafnarfirði. Feykir hafði sambandi við Ástu Ólöfu Jónsdóttur Pilsaþytskonu til að forvitnast af hverju verið er að halda Fjallkonuhátíð í Skagafirði. „Þegar upp kom sú hugmynd að halda minningu frumkvöðlanna á lofti þá kom Skagafjörður mjög fljótt inn í myndina vegna tengsla þessara frumkvöðla við fjörðinn,“ segir Ásta Ólöf.
Meira

Bleikur dagur í FNV í dag

Nemendur FNV mættu í bleiku í skólann í dag til að minnast Bryndísar Klöru sem lést í kjölfarið á hnífstunguárás á Menningarnótt. Landsmenn eru slegnir yfir þessum atburði en auk Bryndísar Klöru voru drengur og stúlka stungin í árásinni en hinn grunaði árásarmaður er sjálfur aðeins 16 ára.
Meira

Er vopnaburður skólabarna vandamál á Norðurlandi vestra?

Vopnaburður skólabarna eða ungmenna hefur verið í umræðunni að undanförnu í kjölfar hræðilegrar hnífstunguárásar á Menningarnótt en Bryndís Klara Birgisdóttir, aðeins 17 ára gömul, lést af sárum sínum nú fyrir helgi. Svo virðist sem það sé orðið býsna algengt að ungmenni séu vopnuð hnífum, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, en ætli þetta sé einnig vandamál á Norðurlandi vestra? Feykir sendi Lögreglunni á Norðurlandi vestra fyrirspurn.
Meira

Stefnt að því að koma upp eftirlitsmyndavélum á Norðurlandi vestra

Fyrir byggðarráðum Húnabyggðar og Skagafjarðar lá nýlega erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þess efnis að samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (LNV) hafi haft til umræðu að taka í notkun eftirlitsmyndavélar lögreglu innan umdæmisins en umdæmið er eitt fárra lögregluumdæma þar sem slíkar myndavélar eru ekki í notkun.
Meira