V-Húnavatnssýsla

Rauð viðvörun tekur gildi um kl. 10 – Foktjón á Norðurlandi vestra

Rauð veðurviðvörun tekur gildi á ný hér á Norðurlandi vestra kl. 10 og stendur til kl. 15 í dag. Vegagerðin ítrekar að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Margir vegir eru á óvissustigi og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.
Meira

Rokkkór Húnaþings vestra hnyklar vöðvana

Vikuna 22.-29. mars nk. mun Rokkkórinn úr Húnaþingi vestra fara á stjá með þrenna tónleika. Já, það er ekki bara farið suður á höfuborgarsvæðið 22. mars, heldur líka austur í Skagafjörð fimmtudaginn 27. mars og svo heima á Hvammstanga 29. mars. Síðustu helgina í apríl mun kórinn svo halda vestur í Búðardal og koma fram á Jörfagleðinni. Það er því nóg fyrir stafni hjá kórnum á næstunni en hafa æfingar staðið yfir með hléum frá því um haustið 2023.
Meira

Fyrirhugaðar ljósleiðaraframkvæmdir á Laugarbakka

Á heimasíðu Mílu eru til kynningaráform um lagningu ljósleiðara á Laugarbakka sumarið 2025. Í framhaldi af lagningu og tengingu ljósleiðarans í hús verða koparlínur aflagðar, segir á vef Húnaþings vestra. 
Meira

Óskað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna 2025

Óskað er eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna matvælaráðuneytisins sem atvinnuvegaráðherra veitir árlega í tengslum við Búnaðarþing. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári.
Meira

Úr appelsínugulu yfir í rautt

Veðurstofa Íslands hefur nú uppfært úr appelsínugulri viðvörun yfir í rauða fyrir Norðurland vestra og Strandir í dag og á morgun. Útlit er sem hér segir af vef veðurstofunnar. Fréttamiðlar hafa ekki undan að skrifa veðurfréttir og uppfæra áður skrifaðar fréttir því veðurspáin versnar stöðugt og nú er ekki annað hægt en að vona að nú sé toppnum náð. 
Meira

Appelsínugul veðurviðvörun í rúman sólarhring

Í gær spáði Veðurstofan vonskuveðri í dag og á morgun og er fastlega reiknað með að spáin gangi eftir. Það má því reikna með að um kl. 15 í dag verði orðið bálhvasst en þá tekur appelsínugul veðurviðvörun yfir á Norðurlandi vestra og er spáð vonskuveðri á öllu landinu þegar líður að kveldi. Lögreglan leggur að fólki að koma lausamunum í skjól, fylgjast vel með veðurspám, færð á vegum og skyggni.
Meira

Fuglainflúensa greindist í ref í Skagafirði

Þann 30. janúar bárust Matvælastofnun niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ að Keldum á sýnum sem tekin voru úr ref sem aflífaður var í Skagafirði. Íbúi sá refinn og tók eftir að hann var augljóslega veikur; mjög slappur, hreyfði sig lítið og var valtur á fótunum. Tilkynnt var um refinn til Matvælastofnunar, reyndar refaskyttur voru fengnar til að aflífa hann, hræið sent til rannsókna á Keldum og greindist hann með fuglainflúensu af gerðinni H5N5. Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi.
Meira

Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi vestra fjölbreytt í janúar

Á heimasíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að alls voru á fimmta hundrað mál skráð hjá embættinu í janúarmánuði og eru verkefni lögreglunnar á landsbyggðinni oft æði fjölbreytt, allt frá því að flagga íslenska fánanum á nýársdag að því að leita að týndu barni.
Meira

Sexan stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk er hafin

Í gær, 3. febrúar, var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins. Sexan er forvarnar- og fræðsluverkefni breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem láta sig heilsu og velferð ungmenna varða: Neyðarlínan, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Barna- og fjölskyldustofa, Heilsueflandi grunnskóli, Fjölmiðlanefnd, Samskiptafulltrúi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Barnaheill, Ríkislögreglustjóri, Miðstöð mennta- og skólaþróunar og RÚV.
Meira

Lífshlaupið hefst á morgun, 5. feb. - Verður þinn vinnustaður, skóli eða hreystihópur með?

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 21,4 mínútur daglega. Í Lífshlaupinu er miðað við 30 mín á dag fyrir 16 ára og eldri.
Meira