V-Húnavatnssýsla

Tímalaus klassík í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær þriðjudaginn 15. október, Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur en tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Ávaxtakarfan er orðin að tímalausri klassík á Íslandi og gaman frá því að segja að í ár eru 20 ár síðan Leikfélag Sauðárkróks setti Ávaxtakörfuna á svið.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Það voru kannski fleiri en blaðamaður Feykis sem trúði því ekki að skipta þyrfti um dekk á bílnum alveg strax og áttu jafnvel von á því að þetta tæki stutt af og færi jafn hratt og það kom. Skemmst er frá því að segja að bíllinn minn á tíma í dekkjaskipti á morgun og stóð tæpt að blaðamaður kæmist til vinnu í morgun, slík var hálkan að heiman til vinnu.
Meira

Þrístapar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024

Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Meira

Áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka frumkvöðla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óskar eftir frumkvöðlum, fyrirtækjum og ráðgjöfum til að taka þátt í nýju, alþjóðlegu verkefni, sem miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að innleiða áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðvelda ákvarðanatöku.
Meira

Húnaþing vestra undirritar samning um Gott að eldast

Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) hafa undirritað samning um rekstur samhæfðrar þjónustu fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Í frétt á síðu Húnaþings vestra segir að samningurinn, sem tekur gildi 1. janúar 2025, sé byggður á aðgerðaáætlun stjórnvalda, Gott að eldast, sem samþykkt var á Alþingi þann 10. maí 2023.
Meira

Við erum á allt öðrum stað | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér
Meira

FNV hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Þorkell. V. Þorsteinsson, settur skólameistari, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir hönd FNV, á árlegri viðurkenningarathöfn sem haldin var 3. október sl. 
Meira

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Meira

Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira

Vindmyllur | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Nýlega birtist í Feyki grein eftir Bjarna Jónsson alþingismann og varaformann utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni fjallar um vindmyllur og vindmyllugarða sem koma til með að koma í andlit fólks. Ég get fallist á það að það verði að gæta mikils hófs varðandi uppsetningu á vindmyllum.
Meira