Umhverfisviðurkenningar 2023 veittar í Húnaþingi Vestra

Viðurkenningarhafar, ásamt sveitastjórn og nefndarmönnum.MYND AF HEIMASÍÐU HÚNAÞINGS
Viðurkenningarhafar, ásamt sveitastjórn og nefndarmönnum.MYND AF HEIMASÍÐU HÚNAÞINGS

Inná heimasíðu Húnaþings segir að umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2023 hafi verið veittar þann 5. október, við notalega athöfn á Sjávarborg. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt rúm 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Misjafnt hefur verið milli ára hversu margar viðurkenningar eru veittar, í ár voru það þrjár viðurkenningar. Hingað til hefur engin lóð/land fengið viðurkenninguna tvisvar, en þó er enn úr nægu að moða og punktaði nefndin hjá sér allnokkrar eignir sem koma sterklega til greina næstu árin, sem sýnir sterkt að íbúum samfélagsins er í heild annt um umhverfið og snyrtimennsku.

Viðtakendum umhverfisviðurkenningar ársins 2023 er óskað til hamingju, en það voru eigendur eftirtalinna eigna:

Lækjarbakki fyrir snyrtilegt umhverfi við fremur nýlegt hús þar sem vel er frá öllu gengið. Bæði hús og garður eru í góðu samspili við umhverfið í kring. Ber eignin eigendum gott vitni um snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfi sínu. Eigendur eru þau, Magnús Magnússon og Berglind Guðmundsdóttir.

Mánagata 8 fyrir mjög snyrtilega lóð í töluverðum halla, sem ekki ber mikið á frá götu. Íbúðarhúsi er sérstaklega vel við haldið. Ber eignin eigendum gott vitni um snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfi sínu. Eigendur eru þau, Erna Snorradóttir og Marteinn Reimarsson

Tjarnarkot fyrir snyrtilegt umhverfi við sveitabæ sem er sveitinni til sóma. Hvergi óþarfa dót, girðingum vel við haldið, tún vel hirt og úthagi hóflega beittur. Ber eignin eigendum gott vitni um snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfi sínu. Eigendur eru þau, Davíð Gestsson og Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir,

Var valið í höndum umhverfisnefndar, en sá Unnur Valborg sveitarstjóri um afhendingar viðurkenninganna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Umhverfisnefndina skipa Birgir Þór Þorbjörnsson, Borghildur H. Haraldsdóttir og Fríða Marý Halldórsdóttir. Með nefndinni starfaði Ólöf Rún Skúladóttir, verkefnisstjóri umhverfismála, og eru þeim þökkuð vel unnin störf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir