V-Húnavatnssýsla

Aðgerðir hafnar á Syðri-Urriðaá

Ríkisútvarpið sagði frá því í morgun að seint í gærkvöldi hafi tekist að finna urðunarstað fyrir fé sem skera á á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði. Haft er eftir yfirdýralækni, Sigurborgu Daðadóttur, að aðgerðir séu hafnar á bænum og féð verði aflífað á Hvammstanga. Þar sem eina sorpbrennsla landsins stríðir við bilanir þá þurfti að finna önnur úrræði og niðurstaðan því sú að hræin verða urðuð.
Meira

Blíðuveðri spáð Sumardaginn fyrsta en svo snjóar pínu

Ef marka má spá Veðurstofunnar þá verða hlýindi og sumarveður til og með Sumardeginum fyrsta en í framhaldinu minnir veturinn aftur á sig með snjókomu og hita um frostmark. Vetrarveðrið verður þó væntanlega ekki komið til að vera þó hitastigin um helgina og fram í næstu viku verði töluvert færri en næstu daga.
Meira

Bændur vilja önnur úrræði í baráttunni við riðuna

RÚV segir frá því að bændur í Húnaþingi vestra vilji endurskoðun á reglugerð um riðuveiki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki þá hefur riða greinst á tveimur bæjum í Miðfirði í Húnaþingi vestra en aflífa þurfti 700 kindur á Bergsstöðum og í dag átti að skera niður 720 kindur á Syðri-Urriðaá. Það var hinsvegar ólíklegt að það næðist vegna óvissu vegna förgunar á hræjunum. Fresta verður aflífun fram á sumar ef ekki tekst að leysa förgunarmál fyrir lok dags.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk

Í gær hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal. Þrjú verkefni í Skagafirði hlutu styrk upp á samtals 23,8 milljónir króna og þá fékk fasi 2 við Spákonufellshöfða á Skagaströnd styrk upp á 11,4 milljónir króna.
Meira

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira

Verbúðalíf á Höfnum á Skaga :: Byggðasafnspistill

Nýverið fengu Byggðasafn Skagfirðinga og Fornleifastofnun Íslands ses. styrk úr fornminjasjóði til áframhaldandi fornleifarannsókna á verbúðaminjum á Höfnum á Skaga sumarið 2023. Útver voru á Höfnum og munu löngum hafa verið hin stærstu í Húnavatnssýslu en útræði lagðist þar af í lok 19. aldar.
Meira

Riða greindist á Syðri-Urriðaá í í Miðfirði

Við rannsókn á sýnunum á kindum af nokkrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum, þar sem riða greindist í síðustu, reyndist ein þeirra vera jákvæð, samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða.
Meira

Fiskmarkaður Sauðárkróks opnar húsakynni sín með móttöku

Á morgun, laugardaginn 15. apríl, verður nýtt og glæsilegt húsnæði Fiskmarkaðs Sauðárkróks tekið í notkun á Sandeyrinni á hafnarsvæðinu. Skagfirðingum og velunnurum annars staðar frá er boðið til móttöku í tilefni þessara ánægjulega tímamóta og hefst hún kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00 þannig að Króksarar geta drifið sig í Síkið til að sjá leik Tindastóls og Keflavíkur.
Meira

Grillað og reykt

Matgæðingur í tbl 2 á þessu ári var Elísabet S.K. Ágústsdóttir en hún vinnur sem verslunarstjóri í Vélaval í Varmahlíð og býr ásamt eiginmanni sínum, Torfa, í Sunnuhlíð í Varmahlíð og hafa gert síðan 2020.
Meira

Riða gæti verið á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi

Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum er búið að skera niður um 700 kindur á Bergsstöðum eftir að riðuveiki greindist í fyrsta sinn í Miðfjarðarhólfi í síðasta mánuði. RÚV segir frá því að grunur leiki á um að riða hafi greinst í öðrum bæ í hólfinu.
Meira