Starfsfólk Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands fundaði á Hvammstanga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.10.2023
kl. 14.00
Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Starfsfólk Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands hafi hist hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra á Hvammstanga nú í október en venjulega er fundað með vikulegum fjarfundum. Á fundinum var farið yfir samstarfið sem hófst 1. janúar sl. með samstarfi sex sveitarfélaga á Norðurlandi, frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag sem ber ábyrgð á barnavernd í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin en undir þessa þjónustu tilheyra um 9.400 íbúar, þar af eru um 1.900 börn á þessu svæði.
Meira