Aðgerðir hafnar á Syðri-Urriðaá
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.04.2023
kl. 09.57
Ríkisútvarpið sagði frá því í morgun að seint í gærkvöldi hafi tekist að finna urðunarstað fyrir fé sem skera á á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði. Haft er eftir yfirdýralækni, Sigurborgu Daðadóttur, að aðgerðir séu hafnar á bænum og féð verði aflífað á Hvammstanga. Þar sem eina sorpbrennsla landsins stríðir við bilanir þá þurfti að finna önnur úrræði og niðurstaðan því sú að hræin verða urðuð.
Meira