V-Húnavatnssýsla

Starfsfólk Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands fundaði á Hvammstanga

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Starfsfólk Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands hafi hist hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra á Hvammstanga nú í október en venjulega er fundað með vikulegum fjarfundum. Á fundinum var farið yfir samstarfið sem hófst 1. janúar sl. með samstarfi sex sveitarfélaga á Norðurlandi, frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag sem ber ábyrgð á barnavernd í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin en undir þessa þjónustu tilheyra um 9.400 íbúar, þar af eru um 1.900 börn á þessu svæði. 
Meira

Bleikt boð til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Bleika boðið verður haldið í Löngumýri, fimmtudaginn 26. október og opnar húsið kl. 19:30. Boðið verður upp á súpu og brauð og að sjálfsögðu verða skemmtiatriði úr héraði. Aðgangseyrir er 5000 kr. (posi ekki á staðnum) og væri gaman að sjá sem flesta í bleikum klæðum. Þá er óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að mæta á viðburðinn skrái sig á Facebook-síðu Krabbameinsfélags Skagafjarðar.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ifunanya Okoro

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin hafi samið við Ifunanya Okoro um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Ifunanya Okoro eða Ify eins og hún er kölluð er frá Nígeríu og fædd 1999 og er 183 cm á hæð. Ify hefur spilað fyrir nígeríska landsliðið og urðu þær álfumeistari í sumar og var Ify stigahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.
Meira

Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Norðurlandi vestra

Í hádeginu, fimmtudaginn 19. október verður fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Norðurlandi vestra. Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV fer yfir áskoranir og tækifæri á Norðurlandi vestra.
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar: Úrkoman í föstu eða fljótandi formi

eðurklúbbur Dalbæjar fundaði í síðustu viku og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Kristján Loftur Jónsson, Þóra Jóna Finnsdóttir og Albert Reimarsson.
Meira

Sjónhorn vikunnar komið út, brakandi ferskt!

Í Sjónhorni vikunnar eru auglýsingar frá Leikfélagi Sauðárkróks, Hótel Varmahlíð, Menningarfélagi Gránu og þeim sem eru að skipuleggja Halloween veisluna fyrir krakkana á Króknum. Mæli með að lesa í gegnum blaðið því það er alveg örugglega eitthvað sem þú hefur áhuga á að sjá.
Meira

Málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni

Vorið 1981 urðu kaflaskil í sögu landbúnaðarmenntunar á Íslandi þegar Jón Bjarnason frá Bjarnarhöfn var fenginn til að endurreisa Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal. Skólinn var stofnaður 1882 en hafði ekki starfað um hríð þegar hann var ráðinn. Jón flutti þangað með konu sinni, Ingibjörgu Kolka, og fjórum börnum, en tvö bættust í hópinn á Hólaárunum. Jón lét af skólastjórn árið 1999.
Meira

Ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson

Væntanleg er ljóðabókin, Hafið... 20 cm í landabréfabók. Boðið er upp á sammannlegar hugleiðingar á mannamáli og stiklað á stóru um hugðarefni rúmlega fertugs karlmanns og sýn hans á lífið.
Meira

Tap á móti KR um sl. helgi hjá mfl. kvenna

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hélt í Vesturbæinn 15. október, þar sem þær léku á móti KR. Stelpunar í KR náðu strax yfirhöndina í leiknum og lauk fyrsta leikhluta þeim í hag þar sem þær höfðu skorað 25 stig á móti 16 hjá Tindastól.
Meira

Vel heppnað haustþing SSNV að baki

Á vef SSNV kemur fram að 7. haustþing SSNV fór fram fimmtudaginn 12. október og var haldið á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Þingið var afar vel sótt. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis og kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra voru meðal gesta.
Meira