Góðgerðartónleikar í minningu Skúla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf, Fréttir
16.10.2023
kl. 09.40
Skúli Einarsson, bóndi og tónlistarmaður frá Tannstaðabakka í Hrútafirði, lést í nóvember 2021 af völdum krabbameins. Í kjölfarið varð til sú hugmynd að halda góðgerðartónleika í minningu hans til að varpa ljósi á hans tónlistarferil og þá áhrifavalda sem mótuðu hann í gegnum hans spilamennsku. Tónleikarnir verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október og hefjast kl. 20:00. Hægt er að kaupa miða á adgangsmidi.is eða við dyr.
Meira