V-Húnavatnssýsla

Betra samband og bættar samgöngur á Vatnsnesi :: Áskorandinn Eygló Hrund Guðmundsdóttir Vatnsnesi

Þegar ég var lítil hefði mér sennilega aldrei dottið í hug að ég myndi búa í sveit þegar ég yrði stór. Í dag er ég búsett á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi og er ásamt Guðmundi kærasta mínum að byggja íbúðarhús. Við höfum verið mjög lánsöm með alla hjálp við bygginguna og það er gaman að fylgjast með framtíðarheimilinu verða að veruleika.
Meira

Má bjóða þér ruslaþvottavél? :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að hringrásarhagkerfið er komið til að vera með flokkun sorps á hverju heimili landsmanna. Frá 1. apríl sl. eiga allir að flokka samkvæmt landslögum. Flokkun hefur reyndar víða verið viðhöfð í einhvern tíma en annars staðar er þetta nýtt t.d. í dreifbýli Skagafjarðar. Þar sem ég bý, á Króknum, hefur verið flokkað í einhver ár og gengið án vandræða.
Meira

Hólanemar með sýnikennslu á Degi reiðmennskunnar

Þann 25. mars tóku þriðja árs nemendur hestafræðideildar Háskólans á Hólum þátt í Degi reiðmennskunnar hjá hestamannafélaginu Fáki í Víðidal í Reykjavík. Dagur reiðmennskunnar er árlegur viðburður, yfir daginn eru kennslusýningar með mörgum af okkar færustu tamningamönnum og sýnendum. Um kvöldið er svo stórsýning þar sem ungir sem aldnir knapar hestamannafélagsins Fáks sýna listir sínar.
Meira

Vá! Hvað getum við sagt? :: Himinn og jörð sló í gegn

Leikflokkur Húnaþings vestra lauk sýningum á söngleiknum Himinn og jörð sl. mánudag fyrir nánast fullu húsi en frumsýning fór fram þann 5. apríl við mikla hrifningu leikhúsgesta.
Meira

Þrjár heppnar fá nammivinning :: Páskakrossgáta Feykis

Met þátttaka var í páskakrossgátu Feykis að þessu sinni og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Þrjú nöfn voru dregin upp úr hattinum og fá þær heppnu sendan orkuríkan nammipakka með litla sem enga næringu.
Meira

Landsmót kvæðamanna á Hvammstanga 21. – 23 apríl

Stemma – Landssamtök kvæðamanna halda landsmót á Hvammstanga 21. – 23. apríl næstkomandi. Kvæðamannafélögin Iðunn og Vatnsnesingur halda utan um mótið að þessu sinni. Aðildarfélög Stemmu eru Kvæðamannfélögin Iðunn í Reykjavík, Vatnsnesingur í Vestur-Húnavatnssýslu, Gefjun á Akureyri, Ríma í Fjallabyggð, Árgali í Árborg, Snorri í Reykholti, Gná í Skagafirði og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps með tónleika í Miðgarði

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps blæs til vortónleika í Menningarhúsinu Miðgarði nk. mánudagskvöld kl. 20:30. „Ég hef verið að safna lögum og ljóðum eftir heimamenn og hef útsett það og höfum verið æfa hluta af því,“ segir Skarphéðinn Einarsson, stjórnandi kórsins.
Meira

Fjárfestahátíð fór fram út björtustu vonum

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum. Fjárfestahátíð Norðanáttar fór fram þann 29. mars síðastliðinn og segja aðstandendur hátíðarinnar að vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári síðan, hafi verið ákveðið að stækka hátíðina og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu.
Meira

Er einhver búinn að gleyma leiknum í kvöld...?

Það er hátíðardagur á Króknum í dag, laugardag í páskahelginni, og ástæðan er að sjálfsögðu körfubolti. Fyrsti heimaleikur Tindastóls í úrslitakeppninni fer fram í kvöld og mótherjarnir eru Keflvíkingar. Tindastóll vann fyrsta leik liðanna sl. miðvikudagskvöld eftir framlengingu og því mikið undir hjá báðum liðum í kvöld. Í gær var Síkið og næsta nágrenni gert klárt fyrir veisluna.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigraði í slaktaumatölti Meistaradeildar KS

Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hestaíþróttum fór fram á Sauðárkróki sl. miðvikudagskvöld, 5. apríl. Á Facebooksíðu keppninnar segir að A-úrslitin hafi verið gríðarlega skemmtileg og fór svo að Védís Huld Sigurðardóttir, þjálfari á Sunnuhvoli í Ölfusi, og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum sigruðu örugglega með 8.04 og er það annað árið í röð sem þau sigra þessa grein. Með Védísi á palli voru þeir feðgar, Bjarni Jónasson og Finnbogi Bjarnason.
Meira