V-Húnavatnssýsla

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira

Kápa Íslands :: Áskorandapenninn Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir Hvammstanga

Það er fallegt að horfa út á Miðfjörðinn á svona degi, sólin að kíkja fyrir hornið og loforð um fallegt gluggaveður í dag. Maður drekkur í sig orkuna, sest svo niður til að rita smá pistil í Feyki.
Meira

Matvælaráðherra kynnir breytta nálgun við útrýmingu riðu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjárstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Áfall í kjölfar riðu - Halla Signý skrifar

Áfallið þegar riðusmit kemur upp í fjárstofni getur verið verulegt og afleiðingarnar af riðusmiti geta verið mjög miklar og erfiðar fyrir bændur. Við sem stöndum hjá sýnum samkennd en getum lítið gert í þessum aðstæðum. Þær reglur og aðferðir sem nú eru í gildi þegar riðuveiki greinist í sauðkind miða að því að aflífa allan fjárstofninn á bænum. Verkferlar MAST snúa að því að greina sjúkdóminn og með staðfestu smiti þarf að aflífa stofninn, ráðast í smitrakningu og hefja hreinsunaraðgerðir á bænum sem tekur nokkurn tíma.
Meira

Gleðilegt sumar! – Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er skrifaður, á sumardeginum fyrsta, er 24 stiga hiti úti og að mestu heiðskýrt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum og jafnvel að hitastigið muni stíga frekar upp. Hér er gróður vel á veg kominn í görðum og torgum enda vökvaðir reglulega. Helst til þurrt fyrir úthagagróður og hagi er enginn. Mannlífið er gott, fólk spókar sig á stuttbuxunum dag hvern og lætur sér líða vel og hótel og matsölustaðir eru við hvert fótmál.
Meira

Hestadagar í Skagafirði hefjast á morgun - UPPFÆRT

Á morgun, föstudagskvöldið 28. apríl, fer fram lokakvöld Meistaradeildar KS í hestaíþróttum þar sem keppt verður í tölti og skeiði. Þá kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar eftir spennandi Meistaradeildarkeppni í vetur. Þá verða kennslusýningar á laugardaginn og veislan verður svo toppuð með stórsýningunni Tekið til kostanna.
Meira

Yfirleitt mjög góð stemning fyrir keppni í Skólahreysti

Skólahreysti fer af stað í dag en þá mætast fulltrúar skólanna á Norðurlandi í mikilli keppni í íþróttahöllinni á Akureyri. Fulltrúar grunnskólanna á Norðurlandi vestra hafa staðið sig með miklum sóma í gegnum tíðina og þeir munu væntanlega ekki gefa þumlung eftir í dag. Keppnin hefst kl. 17 og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu í Sjónvarpi allra landsmanna. Grunnskólinn austan Vatna lætur ekki sitt eftir liggja og Feykir sendi nokkrar spurningar á Jóhann Bjarnason skólastjóra.
Meira

Snyrtistofan Blær hefur opnað á Hvammstanga

Snyrti- og förðunarfræðingurinn Rakel Sunna Pétursdóttir hefur opnað snyrtistofuna Blæ á Hvammstanga. Þar mun hún bjóða upp á allar helstu snyrtimeðferðir; andlitsmeðferðir, litun og plokkun/vax, vaxmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu og nudd. Rakel Sunna hóf starfsemi þann 11. apríl og segir viðtökurnar hafa verið góðar.
Meira

Umboðsmaður barna heimsótti Húnaþing vestra

Mánudaginn 17. apríl heimsótti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ásamt starfsfólki embættisins, Húnaþing vestra. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að byrjað var á því sýna gestunum grunnskólann þar sem þau fengu m.a. kynningu á skólastarfinu frá nemendaráði skólans.
Meira

Sóldís með Júrótónleika í Blönduóskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís bregður undir sig betri fætinum í dag og heldur á Blönduós en þar mun kórinn, sem er að mestu skipaður skagfirskum söngfuglum með nokkrum húnvetnskum undantekningum, halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir kl. 20. Um er að ræða stórskemmtilega dagskrá sem þær kalla Eitt lag enn – Eurovision glimmer og gleði, og er eðli málsins samkvæmt stútfull af Eurovision-lögum.
Meira