V-Húnavatnssýsla

Jón Oddur vann efstu deildina í fimmtu umferðinni

Fimmta umferð í Kaffi Króks deildinni hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar fór fram í síðustu viku og mættu 14 einstaklingar til leiks. Spilað var í þremur deildum að þessu sinni og var mótið spennandi að venju, en á endanum hafði Jón Oddur Hjálmtýsson sigur í fyrstu deildinni.
Meira

Jólastemning í gamla bænum sl. föstudag á Blönduósi

Það var margt um manninn og notaleg jólastemning í Húnabyggð á föstudaginn þegar jólaljósin voru tendruð á tréinu í gamla bænum fyrir framan Hillebrantshúsið. Dansað var í kringum jólatréið, jólasveinarnir komu, lifandi tónlist, grillaðir voru sykurpúðar yfir opnum eldi og ekki má gleyma að jólamarkaður var í Hillebrantshúsinu frá kl. 16-20 um kvöldið. Þar var einnig hægt að kaupa kaffi, súkkulaði og vöfflur. 
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur tónleika í kvöld á Hvammstanga

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, mánudaginn 27. nóvember, kl. 20:30 og kostar miðinn 4.000 kr. 
Meira

Fylgdist þú með fyrsta þættinum af Jólastjörnunni á RÚV?

Fyrsti þáttur af Jólastjarnan var sýndur laugardaginn sl. en Blönduósingar eiga einn fulltrúa í þessum þáttum sem heitir Sigrún Erla Snorradóttir. Í haust sendu 150 börn, 14 ára og yngri, inn myndband af sér syngja og komust aðeins tíu börn áfram. Sigrún Erla Snorradóttir var ein af þeim en hún er nemandi í 6. bekk í Húnaskóla og stundar einnig nám við söng í Tónlistarskóla Austur Húnavetninga. 
Meira

Tindastóll/Hvöt/Kormákur sigraði B-deild í 4.fl. karla á Stefnumóti KA um helgina

Um helgina spiluðu sameiginleg lið Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4.fl. karla á Stefnumóti KA um helgina. Send voru tvö lið, eitt í B-deildina og eitt í D-deildina. Spilaðir voru fimm leikir og var hver leikur 1x35 mínútur. Alls fóru 29 hressir strákar á mótið þar sem spilaður er 11 manna bolti og eru margir að stíga sín fyrstu skref á stórum velli á þessu móti. Allir stóðu sig vel og voru liðum sínum til mikillar fyrirmyndar.
Meira

Tveggja ára samningur um sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Alda Ingibergsdóttir undirrituðu sl. föstudag, 24. nóvember, tveggja ára samning. Samningurinn lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt samstarfi við barnavernd á svæðinu.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks á laugardaginn

Laugardaginn næsta, 2. desember, er hið árlega jólahlaðborð Rotarýklúbbs Sauðárkróks en þessum viðburði var hleypt fyrst af stokki í upphafi aðventu árið 2013 og hefur fest sig í sessi sem ómissandi þáttur í jólaundirbúningi Skagfirðinga. Vel hefur verið mætt í öll skiptin sem hægt hefur verið að efna til veislu og eiga þeir von á um 600 manns í ár. Ekki má gleyma að það er frítt inn en fólk getur lagt fram frjáls framlög á staðnum. Að sögn Róberts Óttarssonar, forseta Rótarýklúbbs Sauðárkróks hefur undirbúningur gengið vel en framundan er að sjóða kjötið og skera, útbúa jafninginn og sósuna, dekka svo upp á föstudagskvöldinu, koma matnum í hús og þá kemur jólalyktin á Krókinn. 
Meira

Elvar Már náði mynd af haferni um helgina

Elvar Már Jóhannsson er einn af áhugaljósmyndurum Skagafjarðar en hann fór á smá ljósmyndarúnt um helgina og náði nokkrum myndum af haferni sem var að spóka sig á Kjalvegi. Þar sem þessi tiltekni haförn var með dökkan gogg gefur það til kynna að um ungan haförn sé að ræða.  
Meira

fimmti sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Á laugardaginn spilaði mfl. kvenna á móti Aþenu í hörkuleik í Síkinu og enduðu leikar með því að Stólastúlkur unnu leikinn 63-57. Í leiknum skoraði Ify 21 stig, Emese setti niður 18 stig, Adriana var með 12 stig, Anika, Rannveig og Eva skoruðu svo allar 4 stig.
Meira

Ferskt grænmeti beint frá bónda á Blönduósi

Á heimasíðunni Matland.is er hægt að gerast áskrifandi af grænmeti sem kemur beint frá bónda. Kassarnir eru breytilegir eftir því sem er ferskast hverju sinni en yfirleitt eru tegundirnar á bilinu átta til ellefu. Þeir sem gerast áskrifendur geta valið um að fá vikulega kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega og er afhendingardagurinn á Hótel Blönduósi, Aðalgötu 6, á föstudögum. Maður getur sem sagt fengið nýtt og ferskt grænmeti fyrir hverja einustu helgi, hjómar dásamlega!
Meira